Saga - 2019, Side 90
p
kom að og lagði til Páls, en hann bar lagið af sér með sverði og gafst
síðan upp og lýsti sig fanginn. Eftir það féll hann niður á gólfið af
mæði. Eiríkur bað Pál að standa upp og verja sig, en Páll hafnaði
því. Þá stakk Eiríkur Pál tvisvar og hlaut hann bana af.2
Erfingjum Páls voru dæmd þrenn manngjöld eftir hann af fé
Eiríks á Öxarárþingi árið 1497, eða 60 hundruð. Deilumálið sem olli
víginu mun hafa verið eignarréttur á Mávahlíðareignum á Snæfells -
nesi. Deilt var um hvor ætti að innheimta landskuldir af þeim eign-
um, Páll eða Eiríkur.3 Mannvígin tengdust deilum milli tveggja
helstu valdaætta landsins.4 Víg Páls Jónssonar var eitt af fjölmörg -
um vígsmálum á þessum tímum. Á tímabilinu 1450–1540 vitna
heimildir um þrjú til átta mannvíg á hverjum áratug (sjá töflu 1).
Sú hugmynd að mannvíg væri eitthvað sem ríkisvaldið bannaði,
og refsaði þeim sem ryfu það bann, kom ekki fram í Evrópu fyrr en
á sextándu eða sautjándu öld.5 Fram að því voru mannvíg lögleg og
opinber. Vígin voru gerð opinber með víglýsingu, annars voru þau
morð sem voru ólögleg. Fyrir það voru menn teknir af lífi svo
snemma sem á fjórtándu öld hér á landi.6 Á tíma þjóðveldisins voru
morðingjar réttdræpir skóggangsmenn.7
Í þessari grein verður fjallað um þróun mannvíga á Íslandi á
tímabilinu 1450–1650. Þær heimildir sem varðveist hafa sýna mjög
athyglisverða þróun.8 Gjörbreyting varð á lykilþætti í menningunni
árni daníel júlíusson88
2 DI VII, bls. 358.
3 Arnór Sigurjónsson, Vestfirðingasaga 1390–1540 (Reykjavík: Leiftur 1975), bls.
277–278.
4 Helgi Þorláksson, „Vald og ofurvald. Um innlent vald, erlent konungsvald og
líkamlegt ofbeldi á 15. öld.“ Leiðarminni (Reykjavík: Hið íslenska bókmennta -
félag og Sögufélag 2015), bls. 280–286.
5 Peter Spierenburg, A History of Murder. Personal Violence in Europe from the Middle
Ages to the Present (Cambridge: Polity Press 2008); Heikki ylikkangas, „What
happened to violence? An analysis of the development of violence from mediae -
val times to the early modern era based on Finnish source material“. Five
Centuries of Violence in Finland and the Baltic Area. Ritstj. Mirkka Lappalainen
(Helsinki: History of Criminality Research Project 1998), bls. 7–129.
6 Þórður Björnsson, „Um vígsakir á Íslandi á 14. öld“. Ármannsbók. Afmælisrit
helgað Ármanni Snævar í tilefni sjötugsafmælis hans 18. september 1989 (Reykjavík:
Sögufélag 1989), bls. 340.
7 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Ritstj. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson
og Mörður Árnason (Reykjavík: Mál og menning 1993), bls. 221, 245, 246, 277–280.
8 Um er að ræða heimildir úr Fornbréfasafni. Þetta eru úrskurðir eða dómar,
ýmist varðveittir í eftirritum, einu eða fleirum, oft frá sautjándu eða átjándu öld,
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 88