Saga - 2019, Qupperneq 98
kom við sögu í upphafi greinarinnar. Páll var giftur inn í valda -
mestu ætt landsins, Skarðsætt, og Guðni var einnig mjög voldugur
og auðugur.35 Hann var raunar einnig tengdur Skarðverjum. Kona
hans var Þóra, laundóttir Björns Þorleifssonar hirðstjóra. Mörg skjöl
eru til um þetta vígsmál,36 en í því skjali sem hér er fjallað um kem -
ur fram að Guðni Jónsson greiddi þrettán merkur í þegngildi til
konungs vegna vígs Guðmundar. Þá var gefið út sérstakt bréf um að
víglýsing væri rétt og lögleg,37 um að Guðni mætti fara til Noregs á
konungsfund,38 og bréf konungs um að Guðna væri veitt landvist í
Noregi.39
Staðsetning mannvíga, eignir og embætti málsaðila
Sé staðsetning mannvíga flokkuð eftir héruðum kemur í ljós að
mörg mannvíg voru fram við Breiðafjörð, annaðhvort á Snæfells -
nesi, í Dölum eða á Barðaströnd. Það á við um að minnsta kosti níu
mannvíg á árunum 1450–1540, þrjú í Dölum að því er virðist, þrjú á
Snæfellsnesi og þrjú á Barðaströnd, og eitt víg framið „vestra“.40 Sex
víg voru framin í Rangárþingi. Í Húnavatnssýslu voru fjögur eða
fimm víg framin, eftir því hvernig talið er. Þá var talsvert um víg í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, alls fimm að því er virðist. Þrjú eða fjög-
ur víg tengjast Skagafirði, og einnig eru víg tengd Múlaþingi, Skafta -
fellsþingi, á Suðurnesjum (tvö) og Árnesþingi (tvö). Það virð ist því
svo sem ákveðin héruð hafi verið órólegri en önnur. Sérstak lega eru
Breiðarfjarðarsvæðið, Rangárvellir og Húnavatns sýsla áberandi vett -
vangur mannvíga.
Fram kemur í mörgum tilvikum að málsaðilar áttu miklar jarð -
eignir. Það gildir um Skarðverja eins og Pál og Guðna Jónssyni,
Einar og Þórð Björnssyni og föður þeirra, Björn Þorleifsson hirð -
stjóra. Í mörgum öðrum málum er getið um jarðeignir málsaðila. Óli
Bjarnason á ytri-Þverá í Eyjafirði, sem vó mann 1455, átti verulegar
jarðeignir því hann gaf syni sínum, Bjarna, tvö hundruð hundraða í
jörðum í meðgjöf þegar hann kvæntist.41 Halldór Hákonarson, sem
árni daníel júlíusson96
35 Íslenskur söguatlas I, bls. 139.
36 DI V, bls. 180–81, 181–182, 184, 200, 204.
37 DI V, bls. 181–182.
38 DI V, bls. 184.
39 DI V, bls. 204.
40 Úrvinnslugögn höfundar úr Íslensku fornbréfasafni. Í vörslu höfundar.
41 DI V bls. 610–612.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 96