Saga - 2019, Page 99
felldur var á Holti í Önundarfirði, að öllum líkindum 1474, átti jarðir
um Vestfirði, meðal annars Kirkjuból í Valþjófsdal í Önundarfirði.42
Einar bóndi Ormsson lét slá Englendinga í hel í Grindavík 1470 og
var sonur Orms, sem aftur var sonur Lofts ríka Guttormssonar.
Titill inn bóndi táknaði þá að hann væri meiri háttar maður og land-
eigandi.43 Bjarni Þórarinsson, sem Einar Björnsson drap á Brjánslæk,
þar sem Bjarni bjó, árið 1482, réði yfir höfuðbólinu Brjánslæk og að
öllum líkindum öllum þeim jörðum sem þar lágu undir.44 Þorleifur
Gamalíels- eða Gamlason sem drap mann að nafni Arnfinnur árið
1519 átti Jörfa í Haukadal og einnig Þykkvaskóg í sömu sýslu, Dala -
sýslu.45
Árið 1479 var Björn nokkur Vilhjálmsson veginn af Gísla Filipp us -
syni.46 Gísli var bóndi á Reykhólum og í Haga en einnig lögréttu -
maður og síðar sýslumaður í Barðastrandarsýslu. Ingimundur Jóns -
son var veginn 1480. Hann var lögréttumaður og jafnframt sýslu -
maður í Dalasýslu frá 1471.47 Magnús Halldórsson, bóndi í Gufu -
nesi, var veginn einhvern tímann milli 1480 og 1494.48 Hans er getið
þegar hann vitnar fyrir Viðeyjarklaustur um gjöf Skúla Lofts sonar
til klaustursins 1478‒1480, og var maður Viðeyjarklaust urs fyrst hann
bjó á jörð staðarins, Gufunesi.49 Magnús er einnig eini leiguliðinn
sem vitað er að hafi verið málsaðili að vígsmáli á þessu tímabili.
Þannig má rekja eignir, embætti og stöðu manna saman við flest
vígsmál á þessu tímabili eftir Fornbréfasafninu.
Greinilegt er að flest málin eru innbyrðis deilur milli veraldlegra
landeigenda. Nær öll málin má tengja á einhvern hátt öðrum skjala-
gögnum, sem vitna um stöðu málsaðila, og í nær öllum tilfellum er
um að ræða meiri háttar menn, landeigendur, embættismenn, stór-
bændur eða klerka. Þau eru ekki aðeins milli helstu ættanna, heldur
manndráp verður að morði 97
42 Halldór kemur víða fyrir í skjölum fornbréfasafnsins, sjá DI V bls. 159–160, 176,
376–377, 490–491, 499, 524–525, 531–532, 535–536, 571–572, 580, 642–643, 645,
648–650, 727, 730, 772–773.
43 DI V bls. 568–570.
44 DI VI bls. 430–431, 431–432, 432–433, 453–456. Um höfuðból á miðöldum sjá:
Árni Daníel Júlíusson, „Signs of Power. Manorial Demesnes in Medieval
Iceland“, Viking and medieval Scandinavia 2010 (6) bls. 1‒29.
45 DI VIII, bls. 587–588, 655–657, 715–717.
46 DI VI, bls. 213.
47 DI V, bls. 575, 615, 698–699, 743.
48 DI VI, bls. 317–318.
49 DI VI, bls. 153.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 97