Saga - 2019, Page 100
standa aðrir jarðeigendur að mörgum málanna, eins og Óli Bjarna -
son á ytri-Þverá 1455 og Þorleifur Gamalíelsson á Jörfa 1519. Átökin
eru hörðust á Barðaströnd, um Dali og á Snæfellsnesi, þar sem stór-
höfðingjar eiga í stórátökum, eru ýmist drepnir í átökum við útlend-
inga eins og Björn ríki á Rifi, í hálfgerðum styrjöldum eins og átök-
unum um Saurbæ, Brjánslæk og Reykhóla á Barðaströnd 1482 –1483
eða í deilum um stóreignir eins og þegar Páll Jónsson var drepinn á
Skarði. Hörð átök urðu einnig í Húnaþingi, til dæmis á Sveinsstöð -
um 1522 þegar Árni Bessason var drepinn í bardaga, og sunnan-
lands, þegar Torfi í Klofa felldi Lénharð fógeta 1502, í Krossreið 1471
og við fleiri tækifæri. Einhver mál eru innan kirkjunnar eða milli
kirkjunnar manna og leikmanna, eins og þegar sveinn biskups drap
Skúla Árnason heima hjá sér á Saurbæ í Eyjafirði árið 1468. Aðeins
í undantekningartilfellum er getið um víg án þess að málsaðilar
komi við önnur skjöl, eins og þegar Högni Bjarnason var veginn
151850 eða þegar Jón Þórðarson var sleginn í hel 1536.51 Í slíkum til-
fellum er þó alltaf ljóst að vígsbætur hafa verið greiddar, 20 hundruð
eða jafnvirði meðaljarðar, svo ekki hafa menn verið alveg á horrim-
inni. Nokkrum sinnum kemur fyrir að útlendir menn vega innlenda
eða innlendir útlenda og er þegar getið um víg á vegum Einars
bónda Ormssonar í Grindavík. Annað dæmi er víg Hans Etins 1505.
Þessi dæmi eru fátíð og breyta ekki miklu um heildarmyndina.52
Vígin tengjast fyrst og fremst innbyrðis átökum stórjarðeigenda.
Þá er landfræðileg dreifing víganna þessleg að tengjast héruðum
þar sem vald veraldlegra höfðingja var með meira móti, bæði við
Breiðafjörð, á Rangárvöllum og í Húnaþingi. Það er eftirtektarvert
að friðsamara er í Árnessýslu, Skagafirði og Skaftafellssýslum þar
sem kirkjustofnanir voru mjög öflugar.53
Átök milli höfðingja og hlutverk verndarkerfa
Átök milli höfðingja voru með einum eða öðrum hætti rót flestra
mannvíga á tímabilinu 1450‒1540. Stórjarðeigendur eða hátt settir
embættismenn (sem voru nær alltaf auðugir af jarðeignum) tengd -
árni daníel júlíusson98
50 DI VIII, bls. 698–699.
51 DI IX, bls. 761–763.
52 DI VII, bls. 800–802.
53 Um þetta sjá nánar t.d. Sverri Jakobsson, „Friðarviðleitni kirkjunnar á 13. öld“,
Saga 36 (1998), bls. 7–45.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 98