Saga - 2019, Page 101
ust nær öllum þeim mannvígum sem talin eru upp í töflu 1, oft sem
gerendur.54
Gott dæmi er átökin sem urðu um arf auðmannsins Guðmundar
Arasonar.55 Andrés Guðmundsson, sonur Guðmundar Arasonar,
her tók Reykhóla árið 1483.56 Andrés og fylgismenn hans fóru heim
á þær jarðir sem undir Reykhóla lágu, tóku búfé og réðust á leigu -
liða Þorleifs Björnssonar, sonar Björns Þorleifssonar hirðstjóra sem
Englendingar drápu á Rifi 1467, og sem þá réði yfir Reykhólum og
jörðunum sem undir þá lágu. Þorleifur réðist síðan á Andrés og
menn hans með liði sínu og hrakti þá burtu. Við það tækifæri féll
maður af byssuskoti í bardaga.57
Samaleidess voro þesser utlensku menn med optnefndvm Andrése þa
hann tok peninga Einars Biornsonar í Bæ á Raudasande og fluttu til
Reykhóla. Hier með foru þeir heim til bændanna þar vm kring er voro
landbuar Þorleifs Biornsonar og toku þar hans peninga og þeirra firer
utan þeirra uilia, baurðu suma enn flvttu suma heim á gardinn. Voro
þesser saumu menn í aullum styrk og radum med optnefndum Andrese
ath veria Þorleife og Einare og þeirra monnum gardinn og sína peninga
er þeir villdu epter sækia, slogu og skutu suo sumer voro lemstraðir,
sumer sarer enn skutu einn med byssu svo hann bleif þar daudr af.58
Það gerðist æ ofan í æ á tímabilinu 1475–1550 að bændur urðu að
yfirgefa jarðir sem þeir sátu við eigendaskipti.59 Slíkt hefur ekki
verið vinsælt og að líkindum hafa verið uppi kröfur um að breyta
réttarfari þannig að til slíks myndi ekki koma. Þannig þrýstingur að
neðan gæti hafa átt einhvern þátt í að jarðeigendur, höfðingjar, fóru
smám saman að líta í kringum sig að leiðum til að breyta fyrirkomu-
lagi lausna á deilumálum af þessu tagi. Sú staðreynd að bændur
urðu svo oft að yfirgefa jarðir lénsherra sinna sýnir hvernig verndar -
kerfin voru grundvallarþáttur í tilveru leiguliða. Ef lénsherrann sem
þeir tilheyrðu fór halloka kom það niður á leiguliðunum, stund um
manndráp verður að morði 99
54 Gagnagrunnur um mannvíg, morð og aftökur 1450‒1650 í vörslu höf.
55 yfirlit um eignir Guðmundar er t.d. að finna í Íslandssagan í máli og myndum.
Ný og uppfærð útgáfa af íslenskum söguatlas. Ritstj. Árni Daníel Júlíussson og Jón
Ólafur Ísberg (Reykjavík: Mál og menning 2005), bls. 103.
56 DI VI, bls. 471, 517.
57 DI VI, bls. 517 –518.
58 DI VI, bls. 517 –518.
59 DI VI, bls. 621, 641, DI VII, bls. 141, 682, 709 o.áfr., DI VIII, bls. 351, DI IX, bls.
338, 372, 514, 712, 727, DI X, bls. 80, 501.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 99