Saga - 2019, Qupperneq 102
mjög harkalega eins og í deilunum um Reykhóla. Það var líka mun-
ur á veraldlegum góssum og kirkjugóssum að því leyti að leiguliðar
á kirkjugóssum þurftu ekki að óttast slíkt.
Reykhólar koma í heimild frá 1446 fram sem höfuðból eða herra -
garður með stórbúi.60 Jafnframt eru taldar upp 33 jarðir, með dýr -
leika og fjölda leigukúgilda, sem sagðar eru liggja undir höfuðbólið.
Formgerð verndarkerfisins kemur hér beint fram í höfuðbóli, þar
sem „verndararnir“, höfðingjar og sveinalið þeirra, bjuggu, og leigu-
jörðum, en þar bjuggu hinir „vernduðu“, leiguliðarnir.
Skammvinnt vígaskeið
Upp úr 1540 varð hlé á mannvígum um talsvert langt skeið. Um
1580 hófst nýtt, en þó skammvinnt, skeið mannvíga og tengdist að
því er virðist erlendum mönnum mun oftar en áður. Hinrik Kules
stakk Bjarna Eiríksson til bana á Bessastöðum jólanóttina 1581.
Hinrik lét hjá líða að lýsa víginu og var hann því dæmdur „dræpur
og deidandi“ og umboðsmaður konungs skyldugur að framfylgja
dómnum. Jafnframt var erfingjum Bjarna dæmt fé af eignum Hinriks,
25 hundruð „ef til er“.61 Hér var því sama kerfi við lýði og áður. Það
gilti enn þá að mannvígi skyldi lýsa og greiða bætur. Þetta síðasta
tímabil mannvíga hefur þó skýr sérkenni og ekki er að sjá að ís -
lenskir höfðingjar hafi aftur tekið upp þann sið að berjast innbyrðis
um völd með vopnum á þessum tíma. Sá siður lagðist að fullu af
upp úr 1530.
Árið 1586 var maður að nafni Arnór Árnason dæmdur til að
svara fullum bótum erfingja fyrir að hafa vegið Ingimund Jónsson.
Upphæð var ekki tiltekin, en hún skyldi vera eftir því er „sá var
madur til, er veiginn var, og svo þegnbætur.“ Ekkert kemur fram
um þjóðfélagsstöðu þessara manna, né þess þriðja, Guðmundar
Sturlu sonar, sem grunaður var um aðild að víginu, en mennirnir
voru allir af Snæfellsnesi.62
Árið 1587 var kveðinn upp dómur í vígsmáli Ingimundar Há -
konar sonar í Kópavogi. Var sæst á að þeir eftirmálsmenn Ingimund -
ar heitins, Helgi Úlfhéðinsson í Grindavík og hans dótturmaður,
Björn Stullason, sem nefndur er skáld í registri Alþingsbóka, skyldu
árni daníel júlíusson100
60 DI IV, bls. 683–694.
61 Alþingisbækur Íslands I–XVII (Reykjavík: Sögufélag 1912–1990), hér II, bls. 7–9.
62 Alþingisbækur Íslands II, bls. 73.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 100