Saga - 2019, Side 103
gjalda tíu hundruð í bætur. „Þar með handsöludu þeir grid greind-
um magum fyrir sig og alla þessa arfa Ingimundar heitins.“63
Þremur árum síðar drap Jón Gey, enskur maður, mann að nafni
Sölva Jónsson „fyrir vestan“. Þeir Magnús bóndi Jónsson, sýslu mað -
ur í Barðastrandarsýslu, og Árni bóndi Oddsson, sýslumaður í Mið -
görðum, buðu erfingjum Sturlu bætur fyrir hann, 5 hundruð hvor,
en Englendingar skyldu greiða tíu hundruð í viðbót. Voru alls boðin
20 hundruð í bætur fyrir Sölva.64 Sama ár voru erfingjum Eysteins
Jónssonar, sem annars er ekkert vitað um, boðnar bætur fyrir það að
Jón Guðnason varð honum að bana, og þáðu þeir bæturnar með
„handsoludum giorninge, og med gridum giefnum af Joni Jonssyni
samfæddum skilgietnum Brodur og Erfingia Eysteins heitinz Jons -
sonar.“65 Það er í síðasta sinn sem skráð er í heimildum að vígs -
bætur hafi verið greiddar. Vegandinn, Jón Guðnason, var dæmdur
skyldugur til að fara utan á konungs náð. Jón var einnig dæmdur
skyldugur á kirkjunnar náð í Skálholti og „biskupinn skylldugan
Herra Gijsla ad hiálpa þráttnefndum Jón á kyrkjunne, svo hann
deygie eige af hungri nie kulda.“66
Öll málsmeðferð, víglýsingar, vígsbætur og utanfarir voru með
sama hætti og á fyrra tímabilinu, en stórhöfðingjar áttu enga aðild
að málum. Lægra sett fólk virðist hafa átt í hlut. Ekki varð hins
vegar framhald á þessari ískyggilegu endurkomu mannvíga.
Morðmál á sextándu öld og fyrri hluta sautjándu aldar
Það voru líka framin morð á þessu tímabili en heimildir um þau eru
mjög takmarkaðar. Aðeins eru til heimildir um eitt morð allt tíma-
bilið 1450–1550 og það var framið eftir siðaskipti. Árið 1543 var
dæmt í máli Ceciliu Loftsdóttur.67 Lögmaðurinn Erlendur Þorvarðs -
son útnefndi þá sex manna dóm á þriggja hreppa þingi á Egils -
stöðum á Héraði, sem var í Skálholtsbiskupsdæmi og var því á lút-
ersku svæði 1543, til að dæma um þann orðróm að Cecilia hefði fyrir -
komið eiginmanni sínum. Tveir menn höfðu grafið upp lík manns
hennar, Steingríms Böðvarssonar. Hann var allur blóðugur og þegar
manndráp verður að morði 101
63 Sama heimild, bls. 104.
64 Sama heimild, bls. 126.
65 Sama heimild, bls. 139–140.
66 Sama heimild, bls. 141.
67 DI XI, bls. 253–254.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 101