Saga - 2019, Page 104
nánar var að gáð fannst hnífstunga í kvið hans. Þetta töldu dómend-
urnir að hlyti að hafa verið manna verk og þá einhverra þeirra sem
voru á bænum þar sem þau Cecilia og Steingrímur bjuggu. Eina
fólkið sem þar bjó voru þau tvö og drengur einn sem fram kemur að
samrekkti Ceciliu á meðan Steingrímur var á lífi.
Í dómnum sagði að Cecilia hefði viljandi drepið húsbónda sinn.
Hún fékk tækifæri til að sverja eið að því að hún hefði ekki drepið
hann ef tólf menn eða konur vildu sverja með henni. Enginn vildi
sverja með henni svo örlög hennar voru þar með ráðin. Hún var
dæmd til dauða og eigur hennar, hálf jörðin Egilsstaðir, féll til kon-
ungs til eilífrar eignar hans. Næði hún kirkju á öðrum hvorum bisk-
upsstólnum á flótta skyldi hún ekki verða líflátin en eignirnar
skyldu samt falla til konungs. Hefði Cecilia hins vegar fengið 12
menn eða konur til að sverja með sér eið þess efnis að hún væri sak-
laus hefði hún sloppið lifandi.
Á tíunda áratug sextándu aldar myrti Björn Pétursson á Öxl í
Breiðuvík á Snæfellsnesi, Axlar-Björn, að minnsta kosti níu menn
með hjálp konu sinnar, að því er segir í Skarðsárannál.68 Málsins er
getið í Alþingisbók fyrir árið 1596 en þá kom kona Björns fyrir dóm
á Alþingi. Björn hafði þá verið tekinn af lífi á þingi á Snæfellsnesi.69
Greinilegt er á Alþingisbókum að verknaður hans var talinn fáheyrð -
ur. Fram að því höfðu aðeins þrjú morð verið framin á sextándu öld
til viðbótar við morðið á Egilsstöðum, árið 1572 (útburður barns),
1576 (maður drepur tengdamóður sína)70 og 1595 (morð tengt þjófn -
aði).71 Grunur var reyndar um fjórða morðið árið 1577 en varð ekki
sannað. Morð voru einnig afar sjaldgæf á fyrri hluta sautjándu aldar.
Alls er getið um átta morð á árunum 1600–1649. Þó nokkur af þeim
morðum sem framin voru á fyrri hluta sautjándu aldar voru barns-
morð, mæður eða foreldrar drekktu barni sínu eða fyrirkomu því
með öðrum hætti. Þetta gerðist 1615, 1627 og tvisvar árið 1636.72
Önnur morð voru til dæmis þegar „sá vondi skálkur“ Gísli Tómas -
son drap föður sinn, sem ekki virðist hafa verið miklu hærra í mann -
virðingarstiganum. Þeir voru báðir þjófar.73
árni daníel júlíusson102
68 Annálar 1400–1800 I, bls. 180.
69 Alþingisbækur Íslands III, bls. 64.
70 Alþingisbækur Íslands I, bls. 125, 317–318, 346–348.
71 Alþingisbækur Íslands III, bls. 1.
72 Annálar 1400–1800 I, bls. 203, 226, 246, sjá nánar Ingu Huld Hákonardóttur,
Fjarri hlýju hjónasængur. Öðruvísi Íslandssaga (Reykjavík: Mál og menning 2016).
73 Annálar 1400–1800 I, bls. 240.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 102