Saga - 2019, Side 108
Siðvæðing erlendis og hérlendis
Umræða um orsakir þess að mannvígum fækkaði mjög á sextándu
og sautjándu öld hefur verið mikil meðal sagnfræðinga og annarra
fræðimanna undanfarna áratugi. Þessi þróun hefur verið tengd við
almenna siðvæðingu, ferli sem hafi byrjað á miðöldum og meðal
annars tengst því að ríkisvaldið náði fram einokun á beitingu of -
beldis. Einnig hafa fræðimenn beint sjónum að tölfræði sem sýnir
skýrt mjög mikla fækkun mannvíga, úr 110 mannvígum og morðum
á ári á hverja 100.000 íbúa á fjórtándu öld á stöðum eins og Oxford
og Flórens, niður fyrir eitt á ári í Lundúnum um miðja tuttugustu
öld.82 Í tengslum við þetta hefur verið rætt um að menning borga
hafi náð tökum á menningu sveita, sem hafi verið lykilþáttur í styrk-
ingu ríkisvalds.83
Mannvígum og morðum fækkaði mjög á tímabilinu 1400–1650 í
Noregi, Finnlandi og Danmörku. Á öllum þessum stöðum varð þó
fækkunin mest upp úr 1620. Í Danmörku var sett ný löggjöf árið
1537 þar sem tekin var upp dauðarefsing við morðum. Henni fylgdi
hörð gagnrýni á vígsbætur eða „wergild“. Þessi löggjöf er talin hafa
leitt til þess að mannvígum fækkaði. Hún náði þó aðeins til almúga-
manna, miðaldalögin skyldu áfram gilda fyrir aðalsmenn.84 Í dóma-
bókum landsþingsins í Viborg í Danmörku kemur fram að mann-
drápum á 100.000 íbúa fækkaði úr 26,6 á ári í upphafi sautjándu
aldar niður í 1,9 á ári við upphaf þeirrar átjándu.85 Það sama var
uppi á teningnum í Finnlandi.86 Þar fór mannvígum að fækka upp
úr 1620, og fylgdust að harkalegri refsingar og fækkun mannvíga.
árni daníel júlíusson106
82 Norbert Elias, The Civilizing Process. Sociogenetic and Psychogenetic Investigations
(Oxford: Blackwell 1994 [1939]); Steven Pinker, The Better Angels of Our Nature;
Ted Robert Gurr, „Historical trends in violent crime: A critical view of the evi-
dence“, Crime and Justice 3 (1981), bls. 295–353.
83 Robert Muchembled, A History of Violence: From the End of the Middle Ages to the
Present (Cambridge: Polity Press 2012); Robert Muchembled, Popular Culture
and Elite Culture in France 1400 –1750 (Baton Rouge: Louisiana State University
1985).
84 Jeppe Büchert Netterstrøm, „Criminalization of homicide in early modern
Denmark (16th‒17th centuries)“, Scandinavian Journal of History 42:4 (2017), bls.
459‒487.
85 Hans Henrik Appel, Tinget, magten og æren. Studier i sociale processer og magtrela-
tioner i et jysk bondesamfund i 1600-tallet (Odense: Odense Universitetsforlag
1998), bls. 275.
86 Heikki ylikkangas, „What happened to violence?“, bls. 51–94.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 106