Saga - 2019, Page 116
The Rebellious Ally, og fyrrnefndan kafla Sigríðar Þorgrímsdóttur í
Sögu stjórnarráðs Íslands.7 Önnur rit koma einnig að gagni við utan-
ríkissögu níunda áratugarins, eins og til dæmis Ísland, Atlantshafs -
bandalagið og Keflavíkurstöðin eftir Albert Jónsson.8
Í upphafi greinarinnar verður sjónum beint að viðbrögðum for-
ystumanna íslensku flutningsfyrirtækjanna og stjórnmálamanna í
Rainbow Navigation-málinu á árunum 1984–1986. Viðbrögðin verða
mátuð við kenningar um korporatisma þar sem lögð er áhersla á að
vald í utanríkismálum liggi ekki einungis hjá stjórnvöldum heldur
sé um að ræða flókið samspil valdahópa í einkageiranum og hjá
hinu opinbera.9 Málið er sett í samhengi við sögu Keflavíkur stöðvar -
innar og afstöðu bandarískra og íslenskra stjórnvalda til hennar. Því
næst verður samningurinn, sem leiddi málið til lykta, greindur.
Aðdragandi hans er kannaður sem og hótanir Íslendinga og áhrif
þeirra á afstöðu Bandaríkjamanna auk þess sem áhrif leiðtogafund-
arins í Höfða á samninginn verða metin. Málið hafi markað ákveðin
þáttaskil í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna enda var það eina
deiluefnið sem kallaði á sérstakan milliríkjasamning sem öldunga-
deild Bandaríkjaþings staðfesti.
Rainbow Navigation stígur fram á sjónarsviðið
Fyrirtækið Moore-McCormack frá New york hafði séð um flutninga
fyrir Bandaríkjaher á Íslandi frá árinu 1952 til ársins 1967 eins og
fyrrnefnd lög um forgang bandarískra fyrirtækja gerðu ráð fyrir.
Tilgangur laganna var að sjá til þess að herinn væri ekki háður öðr -
um löndum á stríðstímum og að styðja við bandarísk skipafyrirtæki
sem sáu um flutningana. Eftir árið 1967 sóttust þó engin bandarísk
fyrirtæki eftir flutningunum. Ástæður áhugaleysisins voru fyrst og
fremst tvær. Annars vegar hafði flutningsmagn minnkað með árun-
arnór gunnar gunnarsson114
7 Valur Ingimundarson, The Rebellious Ally. Iceland, the United States and the Politics
of Empire 1945–2006 (Dordrecht: Republic of Letters 2011).
8 Albert Jónsson, Ísland, Atlantshafsbandalagið og Keflavíkurstöðin (Reykjavík:
Öryggis málanefnd 1989).
9 Michael J. Hogan, „Corporatism“. Explaining the History of American Foreign
Relations. Önnur útg. Michael J. Hogan og Thomas J. Patterson ritstýrðu (Cam -
bridge: Cambridge University Press 2004), bls. 137‒148 og Thomas Mc Cormick,
„Drift or Mastery? A Corporatist Synthesis for American Diplomatic History“,
Reviews in American History 10:4 (1982), bls. 318‒330.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 114