Saga - 2019, Page 119
Fyrstu viðbrögð Íslendinga
Um leið og greint var frá málinu í Morgunblaðinu í lok mars 1984
lýstu forstjórar íslensku fyrirtækjanna yfir mikilli óánægju með
þessar fyrirætlanir Rainbow Navigation. Hörður Sigurgestsson for-
stjóri Eimskipafélagsins sagði málið „raunveruleg[a] ógnun við sigl-
ingar íslenskra skipa milli Íslands og Bandaríkjanna“ og Björgólfur
Guðmundsson forstjóri Hafskips tók í sama streng.23 Frá upphafi
var ljóst að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem
tekið hafði við völdum árið 1983, ætlaði að styðja íslensku fyrirtækin
í málinu. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra brást strax við með
yfirlýsingu um að verið væri að vinna í því í ráðuneyti hans. Jafn -
framt hefði þegar verið haft samband við bandaríska utanríkis -
ráðuneytið og bandarísku siglingastofnunina.24
Á ríkisstjórnarfundi, fimm dögum eftir að frétt Morgunblaðsins
birtist, var málið rætt og eftirfarandi bókun gerð: „Ríkisstjórnin
leggur áherslu á að flutningar fyrir varnarliðið verði hér eftir sem
undanfarið í höndum íslenskra aðila og getur ekki sætt sig við að
breytingar séu á því gerðar í skjóli úreltra einokunarlaga.“25 Í kjöl-
farið upplýsti utanríkisráðuneytið sendiherra Bandaríkjanna á Ís -
landi um þessa afstöðu og sömuleiðis tóku íslenskir sendiráðs menn
í Washington málið upp við embættismenn í bandaríska utanríkis -
ráðuneytinu.26 Í lok maímánaðar nýtti Geir Hallgrímsson ráð herra -
fund NATO í Washington til að ræða við þá George Shultz utanríkis -
ráðherra og Caspar Weinberger varnarmálaráðherra. Hann lagði
ríka áherslu á „að í þessu máli bæri að tryggja jafnrétti og þátttöku
Íslendinga í flutningunum“.27
Sendinefnd á vegum bandarísku ráðherranna kom í kjölfarið til
Íslands en á ríkisstjórnarfundi í júlí lýsti Geir mikilli óánægju sinni
með þá nefnd.28 Þar sem hún hefði ekkert umboð haft til ákvarðana
gæti hún lítið gert annað en að kynna fyrir íslenskum ráðamönnum
þá óeiningu sem ríkti um málið innan bandaríska stjórnkerfisins. Ef
rainbow navigation-málið 117
23 Morgunblaðið, 30. mars 1984, bls. 26.
24 Morgunblaðið, 31. mars 1984, bls. 24.
25 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Skjalasafn forsætisráðuneytis [Fsr.]. 1989-HA/0020.
Fundargerð, 5. apríl 1984.
26 Morgunblaðið, 8. maí 1984, bls. 27.
27 Morgunblaðið, 26. maí 1984, bls. 1.
28 ÞÍ. Fsr. 1989-HA/0020. Fundargerð, 7. júlí 1984.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 117