Saga - 2019, Page 128
viljað bíða með það vegna yfirstandandi viðræðna bandarískra og
íslenskra stjórnvalda. Friðrik Sophusson þingmaður Sjálfstæðis -
flokksins var ekki í nokkrum vafa um að það hefði verið gert „að
kröfu 10 senatora og 30 congressmanna, aðallega vegna krafna frá
verkalýðsfélögum“, eins og hann orðaði það í bréfi til Matthíasar Á.
Mathiesen utanríkisráðherra. Friðrik hafði þá átt í samskiptum við
Hörð Sigurgestsson, Edward Derwinski, starfsmann bandaríska
utanríkisráðuneytisins, og Ólaf Egilsson, sendiherra Íslands í London,
til að leita lausna í Rainbow-málinu. Friðrik bætti því við að ljóst
væri að „enginn stuðningur [við íslensk stjórnvöld] væri meðal
þingmanna heldur bæri þvert á móti á því meðal þeirra að þeir
vildu vernda bandaríska hagsmuni … flestallir [bandarískir] þing-
menn og ráðamenn styddu lögin frá 1904 enda græddu margir á
þeim“.59
Þótt „einokunarlögin“ frá árinu 1904 hafi í augum einhverra
verið barn síns tíma — sérstaklega á miðjum níunda áratugnum
þegar áhersla var mikil á frjálsan markað vestanhafs — vógu hags-
munir Rainbow Navigation, verkalýðsfélaga og annarra þrýstihópa
þungt. Bandaríska fyrirtækinu tókst þannig að hafa umtalsverð
áhrif á gang mála í Washington þó að lokum hafi það þurft að láta í
minni pokann.
Rainbow Navigation reyndi þó ítrekað að ná samningum við
Eimskip án aðkomu stjórnvalda. Á árunum 1985 og 1986 gerði um -
boðsmaður fyrirtækisins á Íslandi, Magnús Ármann, sér far um að
fá stjórn Eimskips til viðræðna um sátt milli fyrirtækjanna þar sem
íslenska fyrirtækið fengi einhvern hlut flutninganna. yfirmönn um
Eimskips leist hins vegar ekki á blikuna og vildu síður ganga til
slíkra viðræðna. Þeim „gengi þokkalega á Atlantshafinu, eins og
það væri núna“ og „lægi ekkert á“.60 Forsvarsmenn beggja fyrir-
tækjanna hafa sennilega talið að yrði viðræðum milli ríkisstjórnanna
fram haldið gæti lausn málsins hagnast íslensku fyrirtækjunum.
Íslensk stjórnvöld héldu áfram að þrýsta á þau bandarísku sem virt-
ust staðráðin í að halda velvilja þeirra fyrrnefndu. Þótt hlutirnir
gerðust hægt leituðu bandarísk stjórnvöld leiða til að koma flutn-
arnór gunnar gunnarsson126
59 Sks.E. Forstj. III. L-35/1. Minnisblað Friðriks Sophussonar til Matthíasar
Mathiesen, 15. apríl 1986.
60 Sks.E. Forstj. III. L-35/1. Bréf Harðar Sigurgestssonar til Valtýs Hákonarsonar,
27. janúar 1986.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 126