Saga - 2019, Page 135
málað málflutning íslensku stjórnmálamannanna um heilbrigða
samkeppni og sanngirni.
Hinn 23. september veitti íslenska ríkisstjórnin samþykki sitt og
degi síðar skrifuðu þeir Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og
George Shultz, bandarískur starfsbróðir hans, undir samkomulagið
í New york.81 Hinn 8. október staðfesti síðan öldungadeild Banda -
ríkja þings samninginn og Alþingi gerði slíkt hið sama síðar í mán -
uð inum. Samningurinn tók svo gildi þegar ríkisstjórnirnar skiptust
á fullgildingarskjölum í Reykjavík 31. október sama ár.82
Sérstaka athygli vekur að samningurinn var skilgreindur sem
milliríkjasamningur (e. treaty) en ekki milliríkjasamkomulag (e.
executive agreement) líkt og varnarsamningurinn frá árinu 1951. Þótt
þessir tveir samningar hefðu þrátt fyrir það jafnt lagalegt vægi
þurfti tvo þriðju hluta þingmanna öldungadeildarinnar til að stað -
festa vöruflutningasamninginn frá árinu 1986. Vöru flutn inga samn -
ingurinn er jafnframt eina núgildandi samkomulagið sem ríkin hafa
gert á síðustu 80 árum með stöðu milliríkjasamnings.83
Lykilhlutverk Íslands — tímasetning málsins
Svo virðist sem tímasetningin hafi verið mjög heppileg fyrir mark -
mið íslenskra stjórnvalda. Auk þess sem leiðtogafundurinn í Höfða
hafði jákvæð áhrif á afgreiðslu samningsins kom deilan upp þegar
herstöðin í Keflavík var mjög mikilvæg í augum stjórnvalda í Wash -
ington. Daginn eftir undirritun samningsins í september 1986 sendi
Shultz Reagan bréf þar sem hann skýrði frá mikilvægi málsins:
„Vegna stóraukinna hernaðarumsvifa Sovétmanna á Norður-Atl ants -
hafssvæðinu þjónar það mikilvægum hernaðarlegum hagsmunum
Bandaríkjanna og NATO enn meira en áður að viðhalda bandarísku
herstöðinni í Keflavík til að verja stöðu NATO í Noregshafi og Norður-
Atlantshafi.“84
rainbow navigation-málið 133
Fisheries. House of Representatives, Ninety-Ninth Congress, Second Session. Sept -
ember 18 and October 2, 1986 (Washington: U.S. Government Printing Office
1987), bls. 125–129.
81 Morgunblaðið, 25. september 1986, bls. 1 og 22.
82 Alþingistíðindi 1986–1987 B, d. 3407.
83 Vef. „Treaties in Force“, á vef U.S. Department of State, 1. janúar 2017. Slóð:
https://www.state.gov/documents/organization/273494.pdf, skoðað 5. janúar
2018.
84 „Given the extensive Soviet strategic buildup in the Northern Atlantic region,
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 133