Saga - 2019, Page 140
í byrjun árs 1987 og þá sennilega ekki fyrr en í febrúar.102 Þegar
samningurinn var undirritaður 24. september kvaðst Shultz ekki
gera ráð fyrir að öldungadeildin staðfesti hann fyrr en í byrjun
næsta árs vegna yfirvofandi þinghlés.103 Þrátt fyrir þessi ummæli og
að nokkrir þingmenn hefðu bæði á fyrri og síðari stigum málsins
tekið upp hanskann fyrir Rainbow Navigation samþykkti öldunga-
deildin samninginn einróma 8. október. „Þessi skjóta afgreiðsla
málsins kom nokkuð á óvart“ sagði í frétt Morgunblaðsins um málið
daginn eftir og var þar einnig haft eftir Matthíasi Á. Mathiesen utan-
ríkisráðherra að Shultz og Reagan fyndist „sjálfsagt ánægjulegra að
koma til Íslands eftir samþykktina“.104 Í grein sinni í New York Times
5. apríl 1987 hefur Kurt Eichenwald eftir ónafngreindum bandarísk-
um embættismanni að leiðtogafundurinn hafi ráðið nokkru um
tímasetningu samþykktar öldungadeildarinnar. Hann orðaði það
svo:
Öldungadeildin samþykkti samkomulagið daginn áður en Reagan hélt
til fundar með leiðtoga Sovétríkjanna, Mikhail S. Gorbatsjoff, í Reykja -
vík á Íslandi. „Það var kurteislegt að gera þetta svona,“ sagði banda-
rískur embættismaður. „Forsetinn var hvort sem er á leið til Íslands og
það væri huggulegt að geta fært forseta Íslands fréttirnar þegar hann
kæmi þangað.105
Önnur vísbending um áhrif leiðtogafundarins á samþykkt samn-
ingsins og skjóta meðferð hans í öldungadeildinni er skýrsla Teds
Kronmiller, ráðgjafa sendiráðs Íslands í Washington um málið frá
seinni hluta október 1986. Þar heldur hann því fram að tveir þættir
hafi valdið því að öldungadeildin samþykkti samninginn með jafn-
litlum vandkvæðum. Annars vegar hafi samningurinn ekki mætt
mikilli andstöðu. Lögmannsstofu hans hefði tekist vel að vinna með
arnór gunnar gunnarsson138
102 ÞÍ. ÖÞÍ. AC3-10/1. Skýrsla, 26. ágúst 1986.
103 Morgunblaðið, 25. september 1986, bls. 1.
104 Morgunblaðið, 9. október 1986, bls. 1.
105 „The treaty was ratified by the Senate the day before Mr. Reagan left for his
summit meeting with the Soviet leader Mikhail S. Gorbachev in Reykjavik,
Iceland. “It was the courteous thing to do,” one American official said. “The
President was going to Iceland anyway, and it would be a nice thing to tell
the Icelandic President when he got there.”“ Vef. Kurt Eichenwald, „How
One-Ship Fleet Altered U.S. Treaty“, á vef The New York Times, 5. apríl 1987.
Slóð: http://www.nytimes.com/1987/04/05/nyregion/how-one-ship-fleet-
altered-us-treaty.html?pagewanted=all, skoðað 8. september 2017.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 138