Saga - 2019, Síða 146
Uppboðið var haldið í Viðey 2. júní 1794. Það er rétt rúmum
fimm mánuðum áður en Skúli dó. Mununum sem boðnir voru upp
var skipt í 14 flokka eftir gerð: skip og bátar, silfur, postulín og gler,
tin, kopar og messing, munir eldhúsinu tilheyrandi, rúmfatnaður,
lín, húsgögn, íslensk búsgögn, smíðaverkfæri, ýmislegt, hestar og
kýr. Alls eru 519 númeraðir munir tilgreindir í skránni eins og fyrr
segir. 27 munir voru teknir til baka eða seldust ekki. Þennan dag
voru því 492 munir úr eigu Skúla boðnir upp og seldir. Gjarnan
voru hinir smærri hlutir, svo sem diskar, glös, fötur, ýmis keröld og
smíðaverkfæri, boðnir upp nokkrir saman undir einu númeri. Fjöldi
stakra gripa var því allnokkuð meiri.
Heildarverðmæti þeirra hluta sem seldist var 784 ríkisdalir og 65
skildingar. Mesta verðmætið lá í ýmsum silfurmunum, bátum, hest-
um og kúm. Hæsta verðið fékkst fyrir fjögurra manna far, 15 ríkis-
dalir og 16 skildingar og næsthæsta verð var fyrir sex silfurmat -
skeiðar stimplaðar borgarmerki Kaupmannahafnar, 22 lóð að þyngd
eða um 440 grömm, sem seldust saman á 15 ríkisdali. Ekki amalegar
skeiðar það sem seljast á nánast sama verði og heill bátur. Skúli átti
24 slíkar skeiðar. Til samanburðar fóru 10 íslenskir askar saman á 80
skildinga og meðalmjólkurkýr á 10–12 ríkisdali.
Munirnir
Hér rekumst við á marga áhugaverða muni sem gefa okkur ágæta
innsýn í hvernig hefur verið umhorfs í Viðeyjarstofu í lok átjándu
aldar. Eins og gefur að skilja, þegar einn virtasti embættismaður
landsins til margra ára átti í hlut, var þar margt muna sem varla hef-
ur verið að finna á hinu venjulega íslenska heimili. Þeir munir fanga
augað óneitanlega til að byrja með. Þar var til dæmis skatthol úr eik
með skúffum, lás og lyklum, annað skatthol úr eik en efri hluti úr
furu, skrifpúlt úr eik, dragkista (kommóða) með fjórum skúffum og
stór klæðaskápur. Að minnsta kosti sex borð, stækkanleg, og eitt
stórt rautt borð. Spilaborð með töflu, teningum og einni skúffu.
Tveir hægindastólar með gyllingu, tólf aðrir stólar, nýir og gamlir,
með gyllingu, þrír leðurstólar (d. ruslæder), tveir bekkir og þrír stórir
speglar. Fyrir gluggum voru röndóttar gardínur og á borðum fínn
tedúkur og damaskservíettur. Einhvers staðar stóð myndarleg stofu-
eða borðklukka úr kopar.
Rúmfatnaður var föngulegur. Bláröndóttar undirsængur með
fiðri og grænröndóttar og rauðröndóttar yfirsængur með fiðri og
jóhanna þ. guðmundsdóttir144
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 144