Saga - 2019, Qupperneq 149
fyrir bókakostinum í safninu og verður ekki farið nánar út í það
hér.6
Helstu kaupendur
Forvitnilegt getur verið að skoða hverjir það voru sem keyptu sér
muni á uppboðinu og ekki síður hver keypti hvað. Alls buðu 58
manns í einn eða fleiri hlut. Þrír af þeim eru þó mest áberandi. Það
eru Björn Gottskálksson, nýráðinn ráðsmaður eða bústjóri Ólafs
Stefánssonar stiftamtmanns að Innra-Hólmi, Magnús Stephensen,
sonur Ólafs, lögmaður og síðar dómstjóri í Landsyfirréttinum og
Vigfús Þórarinsson sýslumaður í Rangárvallasýslu. Þeir þrír keyptu
um fjórða part alls á uppboðinu í verðmæti talið, til samans fyrir 218
ríkisdali og níu skildinga. Björn Gottskálksson þó afgerandi mest,
fyrir 109 ríkisdali og 56 skildinga. Björn var ættaður úr Skagafirði,
lærði prentverk á Hólum og var prentsmiðjustjóri í Hrappsey um
tíma en var nýbúinn að ráða sig sem bústjóra hjá Ólafi Stefánssyni
um vorið 1794 þegar uppboðið fór fram.7
Björn keypti nánast allt sem tengdist útgerðinni. Hann keypti
slúppuna, fjóra minni báta og hálfan bát í Engey, fyrir samtals
ríflega 16 ríkisdali en auk þess 19 skinnbuxur, átta sjóstakka og sex
pör af sjóskóm, flotholt og lóðlínur. Ekki er trúlegt að Björn hafi
ætlað sér að fara út í mikla útgerð sjálfur, mun sennilegra er að hann
hafi verið að bjóða í fyrir Ólaf Stefánsson en vitað er að Ólafur rak
umfangsmikla útgerð að Innra-Hólmi á þessum tíma.8 Það eina sem
Björn keypti ekki tengt útgerðinni var fjögurra manna farið. Það
keypti Guðmundur Þórðarson, ráðsmaður tukthússins í Reykjavík.
Björn keypti líka mikið af silfri, rúmfatnaði og fleiru smálegu
dóti. Hann keypti eitt settið af silfurskeiðunum sex með merki
Kaupmannahafnar og tvo silfurbikara. Samtals að verðmæti tæp -
lega 22 ríkisdalir eða töluvert meira en bátarnir allir til samans.
Hann keypti skrifpúltið, eitt stórt borð, rúmin tvö, tvær undirsæng-
ur, nokkra vaðmálspúða og röndóttu gardínurnar. Auk þess ýmis
uppboðið í viðey 1794 147
6 Lýður Björnsson, Hann á afmæli hann Skúli, bls. 42–44.
7 Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 I–V. Tínt hefir saman Páll
Eggert Ólason (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1948–1952), hér I, bls.
215.
8 Gunnlaugur Haraldsson, Saga Akraness II. Átjánda öldin (Akranes: Uppheimar
2011), bls. 169–170; 174–178.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 147