Saga - 2019, Side 150
búsgögn og smíðaverkfæri sem ekki verða tíunduð nánar hér. Hann
fékk hjólbörurnar á 32 skildinga og tarfinn á fimm ríkisdali. Hvort
Björn var að kaupa þessa muni fyrir sjálfan sig eða að bjóða í fyrir
Ólaf Stefánsson er ómögulegt að vita. Björn var sæmilega efnaður
og keypti meðal annars Hrappseyjarprentsmiðju með öðrum af
tengdaföður sínum Boga Benediktssyni 1795 og flutti hana að Leirár -
görðum fyrir hvatningu Magnúsar Stephensens.9
Magnús Stephensen fékk lögmannsembættið norðan og vestan
1789 og er ávallt titlaður „hr. lögmaður Stephensen“ á uppboðs -
pappír unum. Á árunum 1793–1795 var hann einnig settur land -
fógeti eftir að Skúli hafði neyðst til að segja af sér. Magnús verslaði
fyrir næstmest á uppboðinu á eftir Birni Gottskálkssyni, fyrir sam -
tals 57 ríkisdali og þrjá skildinga. Dýrasti hluturinn sem hann keypti
var skatthol úr eik, það með efri hlutanum úr furu, fyrir 11 ríkisdali
og 16 skildinga. Hann keypti líka tvo hægindastóla, tvo leðurstóla
og ýmsan annan húsbúnað, áhöld og verkfæri, fjóra hnakka með til-
heyrandi og ýmis íslensk búsgögn eins og margir aðrir. Af silfur-
munum keypti hann sér dýrindis púnsausu með gyllingu á fjóra
ríkis dali og auk þess púnsskál úr postulíni, sjö vínglös og þrjár
ölkollur.
Þá keypti Magnús alla rammana með glerrúðunum yfir vermi -
reitina fyrir einn ríkisdal og 49 skildinga sem örugglega hafa komið
að góðum notum á Leirá þar sem hann bjó og var með matjurta -
garð.10 Að síðustu var Magnúsi slegið eitt tveggja vetra naut á sex
ríkisdali og 48 skildinga. Frændi Magnúsar og hálfbróðir Ólafs
Stefáns sonar, Oddur Stefánsson nótaríus, var líka staddur á uppboð -
inu og verslaði lítið eitt af húsgögnum: Sex stóla með gyllingu, stórt
rautt borð, annað stórt borð, stækkanlegt, og eina forláta tarínu.
Sjálfur keypti Ólafur Stefánsson stiftamtmaður aðeins einn hlut,
stofuklukku úr kopar á 54 skildinga. En ljóst er af þessu að töluvert
af eigum Skúla Magnússonar landfógeta hafa þennan dag færst yfir
á hendur Stephensenættarinnar.
Þriðji í röðinni að kaupgleði á uppboðinu var Vigfús Þórarinsson
sýslumaður. Hann var reyndar líka náfrændi Ólafs Stefánssonar,
sonur Sigríðar Stefánsdóttur, systur Ólafs, og Þórarins Jónssonar
sýslumanns í Eyjafirði. Vigfús fékk Rangárvallasýslu 1789 og bjó að
jóhanna þ. guðmundsdóttir148
9 Gunnlaugur Haraldsson, Saga Akraness II, bls. 178.
10 Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar.
Viðbrögð og viðhorf almennings á Íslandi“, Saga LII:1, bls. 9–41, hér bls. 25.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 148