Saga - 2019, Síða 152
Páll Jónsson keypti skatthol úr eik á rúma átta ríkisdali, spilaborðið
á einn ríkisdal og 49 skildinga.
Að síðustu mætti nefna Magnús nokkurn Þorsteinsson, sem vek-
ur sérstaka athygli fyrir það hve mikið af silfurbúnaði hann keypti.
Hann keypti eitt settið af silfurskeiðunum sex með Kaupmanna -
hafnarstimplinum, lítinn silfurbikar með gyllingu, annan silfurbikar
án fótar og þrjár teskeiðar. Silfur fyrir samtals 22 ríkisdali og 64
skildinga. Hann keypti líka 12 damaskservíettur, þrjú stór vínglös,
þrjú minni vínglös og fjórar ölkollur, allt mjög fínn borðbúnaður,
auk fleira smálegs af tini og kopar og ekki annað. Ekki er vel ljóst
hver þessi Magnús var en stöðu hans eða heimilis er ekki getið í
uppboðsskránni. Engum öðrum er þó til að dreifa í nágrenninu en
Magnúsi Þorsteinssyni hjáleigumanni í Gesthúsum á Seltjarnar nesi.13
Ef rétt er hlýtur hann að hafa verið að bjóða í fyrir einhvern annan.
Ekki er hægt að gera ráð fyrir að ungur hjáleigumaður hafi haft efni
á slíku í lok átjándu aldar. Fyrir hvern er þó ómögulegt að vita.
Þriðja settið af dýru og fínu silfurskeiðunum keypti svo Pétur
Guðmundsson, bóndi og meðhjálpari í Bygggarði á Seltjarnarnesi.
Pétur var ágætlega efnum búinn, sagður „vandaður dánumaður“ og
varð hreppstjóri 1797.14 Hann keypti ekki neitt annað á uppboðinu
en skeiðarnar.
Sveinn Pálsson náttúrufræðingur keypti þrjá hesta, væntanlega
ætlaða til brúks í rannsóknarferðum hans um landið sem stóðu ein-
mitt yfir á þessum árum. Kári Guðmundsson í Stóru-Vogum á Vatns -
leysuströnd keypti tvo hesta og eina kú (Hyrnu). Ein kýr (Grána
eldri) fór til Keflavíkur en annars fóru kýrnar yfirleitt ein og ein á
bæi í nágrenninu. Þeir sem keyptu sér kú keyptu sér oftast lítið eða
ekkert annað. Sjálfur keypti Skúli fógeti tvær kvígur á 10 ríkisdali
hvora og Guðrún, dóttir hans, eina eins vættar kistu með lás og
lykli. Jón Arngrímsson, skrifari Skúla, bauð í fyrir hana. Að lokum
mætti nefna næturgagnið sem áðurnefndur Páll Jónsson klaustur-
haldari keypti á einn ríkisdal. Skúli átti nú sem betur fer tvo aðra
koppa sem voru ekki seldir fyrr en eftir hans daga.
jóhanna þ. guðmundsdóttir150
13 Vef. islendingabok.is; ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing. BC/3–1. Sóknar manna -
tal 1784–1804. Hann var fæddur í Ráðagerði 1763, var í vinnumennsku í
Breiðholti 1792 en hefur flutt í Gesthús fljótlega eftir það. Árin 1794–1796
vantar í bókina og því ekki vitað hvar hann bjó þá.
14 Heimir Þorleifsson, Seltirningabók (Seltjarnarnes: Seltjarnarneskaupstaður
1991), bls. 154.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 150