Saga - 2019, Síða 160
jafnvægis í frásögninni, að útskýra einstaka hluti fyrir þeim sem
ekki þekkja, án þess þó að tala niður til fólks eða á of einfaldan og
yfirborðskenndan máta. Því var meðal annars farin sú leið að gera
rannsókn á mögulegum viðtakendahópi og unnið samkvæmt að -
ferða fræði sem kölluð er viðtakendarannsókn (e. front-end-valuation).
Um er að ræða kannanir og viðtöl með rýnihópum þar sem spurt er
í einföldu máli hvað það er sem fólk vill sjá á sýningunni og hvernig
því væri best miðlað. Þessi aðferðafræði er mikið notuð í safnastarfi
nú til dags.8 Niðurstöðurnar voru síðan nýttar við vinnuna við mót-
un grunnhugmyndar sýningarinnar, bæði hvað varðar söguþráð,
efnistök og miðlunarleiðir. Eitt af því sem stóð upp úr í þeirri vinnu
var áhugi fólks almennt á að fræðast um sögu, líf og kjör þeirra sem
komu að sjávarútvegi, einfaldlega sögu fólksins á sjó, í landvinnslu
og afurðasölu — og hvernig sjávarútvegur mótaði samfélagið í
heild. Því má segja að félagssaga hafi verið einn áherslupunkturinn,
saga alþýðufólks, en jafnframt var áhugi á sögu tækniþróunar, sögu
einstakra þátta í útgerð og siglingum og sögu einstaklinga og fyrir-
tækja. Hin pólitíska saga og atburðir sem höfðu áhrif á framvindu
sögunnar, svo sem heimsstyrjaldirnar, landhelgisdeilur og fleira,
þurftu að sjálfsögðu að vera í bakgrunni sem ákveðnar breytur. Þess
þurfti að gæta að ekki væru eyður hvað það varðar, þó svo að ljóst
væri að ekki væri hægt að gera öllum þáttum skil. Öðrum þræði má
segja að hér sé einnig um að ræða hagsögu, sögu og þróun atvinnu-
greinar, sem vissulega getur verið nokkuð erfitt að koma til skila á
sýningu. Eitt aðalviðfangsefnið var þannig að segja margþætta og
flókna sögu á einfaldan og markvissan hátt.
Það er ekki ofsögum sagt að gerð sýningarinnar hafi verið fyrir-
ferðarmikil í starfi Borgarsögusafns Reykjavíkur síðastliðin misseri
og bæði fjármagni og mannauði var beint í þann farveg að vinna
henni brautargengi. Innan safnsins var komið á fót sérstakri sýn -
ingar nefnd með starfsfólki úr öllum deildum safnsins: deild minja -
vörslu og rannsókna sem heldur utan um safnkostinn, deild rekstrar
og þjónustu sem kom að ýmsum hagnýtum þáttum og að lokum
deild miðlunar og fræðslu sem undir stjórn Sigrúnar Kristjánsdóttur
deildarstjóra leiddi vinnuna en Sigrún var jafnframt sýningarstjóri
anna dröfn og guðbrandur158
8 Þessi aðferðafræði hefur til að mynda verið mikið notuð af söfnum í Ástralíu.
Þar er löng hefð fyrir rannsóknum sem tengja söfn og notendur þeirra og má
finna ýmsar greinar er það varðar á vefsíðu samtakanna Visitor Research Special
Interest Group, http://amol.org.au/evrsig/index.html.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 158