Saga - 2019, Page 164
útvarpsins, og nýtt efni framleitt, bæði stemningsmyndir og svo-
kallaðar hljóðmyndir, sem skapa hughrif.
Viðtöl við einstaklinga eru fyrirferðarmikil á sýningunni. Fræði -
menn og fagfólk útskýra ákveðin viðfangsefni, svo sem varðandi
þjóðtrú og hafrannsóknir en einnig eru notaðar eldri frásagnir fólks
sem segir frá reynslu sinni af vissum þáttum sögunnar, til að mynda
lífinu um borð í togurum um miðja tuttugustu öld og vinnunni við
saltfiskverkun í landi. Niðurstöður viðtakendarannsókna gáfu vís-
bendingar um að áhugi gesta lægi á því sviði, það er að heyra frá-
sagnir þess fólks sem lifði og tók þátt í þeirri sögu sem verið er að
fjalla um og þekkti hana á eigin skinni. Slíkar frásagnir er einnig að
finna á hljóðstöðvum þar sem má hlusta á gamlar upptökur og
viðtöl sem og leiklestur á viðtalsbrotum. Mikil vinna var lögð í að
vinna það efni heildrænt svo það varpaði ljósi á sögu einstaklinga
og ákveðna atburði. Rík áhersla var lögð á einfaldan miðlunarbúnað
en einnig gagnvirkan, til að mynda leiki, þar sem markmiðið var að
höfða til ungs fólks en það eru gestir sem höfðu verið skilgreindir
sem sérstakur markhópur. Innan safnaheimsins er það almennt
viðurkennt að gagnvirkni sé ein besta leiðin við miðlun til að auka
skilning gesta á vissum þáttum viðfangsefnisins og á það jafnt við
um börn og fullorðna. Stundum er talað um skemmtimenntun í því
sambandi sem er ágæt þýðing á enska bræðingsorðinu edutainment
(eða education og entertainment) og er mikilvægur þáttur í grunn -
starfi safna sem snýr að menntunarhlutverki þeirra.10
Handritsgerð — efnistök og sögusvið
Áður hefur verið vikið að því að eitt af lykilatriðunum við miðlun á
sýningum menningarminjasafna sé vönduð samþætting handrits og
hönnunar. Oft og tíðum eru þessir þættir unnir samhliða og var það
raunin í þessari vinnu. Mjög snemma í ferlinu var ákvörðuð sögu -
lína sem öll hönnunarvinna tengd sýningunni var byggð á. Á nýrri
grunnsýningu skyldi saga þess hvernig fiskur er dreginn úr sjó og
færður á disk sögð með áherslu á allt frá líffræði fisksins, umfjöllun
um hafið, rannsóknir og veiðistjórnun til umfjöllunar um fiskileit og
anna dröfn og guðbrandur162
10 Guðbrandur Benediktsson og Rakel Halldórsdóttir, „Til hvers eru söfn? Guð -
brandur Benediktsson og Rakel Halldórsdóttir ræða um menntunarhlutverk
safna við David Anderson hjá Victoria and Albert Museum í London“, Saga
XLIV:1 2006, bls. 14–15.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 162