Saga - 2019, Síða 165
veiðar, skipaiðnað, fiskvinnslu og sölu, útflutning og neyslu, að
ógleymdu samspili þessara þátta við pólitík, hagkerfi og menningu.
Sleginn var ákveðinn tónn og ákvörðun tekin um að einblína ekki á
veiðarnar og hlutverk sjómanna, myndina af hetju hafsins, heldur
reyna að draga upp breiða mynd af sjávarútvegi. Einfaldleiki sögu-
línunnar, sem yfirfæra mætti jafnvel á hvaða strandríki sem er óháð
tíma eða rúmi, reyndist engu að síður ákveðin áskorun við gerð sýn -
ingarhandritsins. Sagan eins og hún birtist í heimildunum er ekki ein-
föld heldur marglaga og flókin. Þar birtist þróun og dýpt sem mátti
ekki týnast í þemaskiptri uppbyggingu og hönnun sýningarinnar.
Í ljósi þeirrar grunnvinnu sem unnin hafði verið við að ákvarða
sérstöðu sýningarinnar og safnsins miðað við önnur söfn, með
hliðsjón af sögu sjávarútvegs í Reykjavík, lá beint við að áherslan í
sýningunni skyldi vera á tímabilið eftir árabátaöldina, þegar þilskip
koma til sögunnar, og enn frekar togaraöldina, sem segja má að sé
einna fyrirferðarmest í sögu Reykjavíkur. Með því að hefja söguna í
kringum 1870 var hægt að ná vel utan um öra þróun sem varð næstu
öldina og flétta inn í hana sögur af fólki og fyrirtækjum í borginni,
af tækjum og tækni, öryggismálum, réttindum og rannsóknum. Eftir
því sem rannsóknarvinnunni við sýninguna vatt fram komst sýn -
ingar nefndin jafnframt á þá skoðun að rétt væri að segja söguna allt
til samtímans, ekki síst til þess að fanga þær miklu breytingar sem
eiga sér stað í sjávarútvegi þessi misserin og þá grósku og nýsköpun
sem einkenna sviðið.
Sögu togarabæjarins Reykjavíkur má sjá í mannvirkjagerð eins
og hafnargerðinni og í fyrirtækja- og iðnsögu ásamt baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar. Hafnarsvæðið í Reykjavík leikur mikilvægt
hlutverk enda höfnin stærsti vinnustaður landsins stóran hluta síð -
ustu aldar og gluggi til annarra landa. Höfnin var miðja inn- og út -
flutn ings og samkomustaður borgarbúa. Uppbygging á svæðinu allt
frá Grandagarði að Ingólfsgarði er því mjög sýnileg þegar farið er í
gegnum sýninguna, þar sem sögusviðið er í byrjun fjörukambur en
breytist svo með bryggjugerð kaupmanna, gömlu steinbryggjunni
og svo hinni merkilegu hafnargerð sem fór fram á árunum 1913‒
1917 og var hornsteinn í vexti Reykjavíkur. Svæðið var í áratugi
þunga miðja iðnaðar- og útgerðar en gegnir í dag mikilvægu hlut-
verki í menningarás höfuðborgarinnar með veitingastöðum, söfnum
og ferðaþjónustu. Þessi mikla umbreyting er rakin í gegnum ljós-
myndir en einnig eru dregnar upp myndir af svæðinu í lifandi frá-
sögnum sem hægt er að hlusta á.
sagan til sýnis 163
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 163