Saga - 2019, Síða 173
kemur óbeint fram, þegar tilgreint er á hvaða dögum er ekki leyfi -
legt að búa um lík eða gera kistu að. Þeir eru páskadagur hinn fyrsti,
föstudagurinn langi og jóladagur hinn fyrsti.7 Orðalagið er ekki
nákvæmlega það sama í öllum handritum Grágásar en hugmyndin
í þeim öllum er sú hin sama: Lík skal eigi nakið niður grafa.8
Viðhafnarklæði og tötralegar dulur í miðaldagröfum
Þó að í lögum frá miðöldum séu ákvæði um að lík skuli vera
sveip uð í léreft eða vaðmál hlýtur það að hafa verið lágmarks -
krafa. Það var líklega frekar algengt að menn væru jarðsettir í eigin
fötum. Þar sem Kristinna laga þáttur Grágásar var settur á árunum
1122‒11339 er ekki víst að hann endurspegli siðvenjur fyrri alda.
Vitað er samt að í heiðnum sið voru menn oft jarðsettir í sínum
bestu fötum og með skartgripi, eins og komið hefur í ljós í mörg -
um fornleifarannsóknum á Norðurlöndum og annars staðar í
Evrópu.10 Sams konar háttur hefur að öllum líkindum verið hafður
á hér á landi, jafnvel þó að við höfum ekki jafn marga vitnisburði
þar um.
Frá fyrstu árum Íslandsbyggðar hafa engar meiri háttar klæða -
leifar fundist í jörðu. yfirleitt eru þetta bara smáir efnisbútar og
aðeins örfáir þeirra hafa verið greindir með nútímarann sóknar -
aðferð um.11 Vefnaður varðveitist ekki vel í íslenskum jarðvegi og
getur það verið skýring þess að ekki hafi meira fundist af klæðisleif-
um.12 Einnig getur verið að Íslendingar hafi ekki notað bronsskart-
gripi í jafn miklum mæli og víða tíðkaðist annars staðar, en brons
lík skal ekki nakið niður grafa 171
7 Grágás , bls. 5.
8 Sama heimild, bls. 6.
9 Grágás, bls. xi.
10 Sbr. til dæmis Agnes Geijer, Birka III, Die Textilfunde aus den Gräbern (Uppsala:
Almqvist & Wiksell 1938); Pirkko-Liisa, Lehtosalo-Hilander, Ancient Finnish
Costumes (Helsinki: The Finnish Archaeological Society 1984); Riina Rammo og
Jaana Ratas, Vasken välkettä Viron vaatteissa. Spiraalikoristelun tuhatvuotinen per-
inne (Turku: Suomen muinaistutkimuksen tuki ry 2016).
11 Sbr. Elsu E. Guðjónsson, „Fágæti úr fylgsnum jarðar“, Skírnir 166 (vor 1992),
bls. 20.
12 Fatnaður geymist best í mjög þurrum eða frosnum jarðvegi þó að margir aðrir
þættir hafi einnig áhrif. Sjá Simon Hillson, „Studying People“, Companion
Encyclopedia of Archaeology, 1. bindi. Ritstj. Graeme Barker (London: Rout -
ledge), bls. 269.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 171