Saga


Saga - 2019, Page 175

Saga - 2019, Page 175
Grænland hið forna Þar sem um enga meiri háttar textílfundi er að ræða á Íslandi er freistandi að leita til Grænlands til samanburðar. Bæði löndin voru háð verslun við útlönd og álykta má að tískustraumar frá sömu löndum hafi borist til þeirra beggja og haft áhrif á klæðaburð fólks. Elstu textílfundir frá Grænlandi eru frá fjórtándu öld. Best þekktar eru flíkur sem Poul Nørland gróf upp í kirkjugarðinum á Herjólfs - nesi á árunum milli 1921 og 1932.18 Þessar flíkur hafa margar hverjar varðveist fullkomlega í sífreranum sem myndaðist eftir að hitastigið fór að lækka á þrettándu öld og leiddi til litlu ísaldar.19 Fundirnir frá Herjólfsnesi bera vitni um að sumt fólk var jarðað í sínum eigin fötum á meðan aðrir voru sveipaðir í vaðmál, líkt og nefnt var í samhengi við íslenskar aðstæður hér að framan.20 Fund - irnir í Herjólfsnesi sýna einnig að munur var á félagslegri stöðu hinna látnu. Sum líkin voru fullklædd í heilan fatnað, meðan önnur voru vafin í klæði sem sett höfðu verið saman úr gömlum fataleif - um, sokkum og hettum sem höfðu verið skornar sundur til að búa til líkklæði. Í einni gröfinni höfðu ermar verið skornar af og notaðar í hlífar á fótleggjum. Í tveimur tilfellum hafði hinn látni verið lagður í kistu. Kistan hlýtur að hafa verið stöðutákn í jafn trjálausu landi og Grænland var.21 Jafnvel sjálfur biskupinn að Görðum (nú Igaliku) hafði verið jarðsettur kistulaus.22 Allar flíkurnar frá Herjólfsnesi virðast vera í samræmi við stíl og snið sem ríkjandi var á Norðurlöndum.23 Það er ef til vill of djarft að álykta að Íslendingar hafi notað sams konar klæði við greftrun en það er mjög líklegt.24 Takmarkaðar myndheimildir sem við höfum lík skal ekki nakið niður grafa 173 18 Kristján Eldjárn, „Inngangsorð“. Poul Nørlund, Fornar byggðir á hjara heims. Lýsingar frá miðaldabyggðum á Grænlandi. Þýð. Kristján Eldjárn (Reykjavik: Ísafoldarprentsmiðja 1972), bls. 9. 19 Else Østergård, Woven into the Earth. Textiles from Norse Greenland (Aarhus: Aarhus University Press 2009), bls. 27. 20 Lín (hör) var líklega ekki fáanlegt á Grænlandi á þessum tíma. Vaðmál var heimaofið úr bandi sem spunnið var úr ull af grænlenskum fjárstofni eins og Else Østergård hefur sýnt, sbr. Woven into the Earth. 21 Else Østergård, Woven into the Earth, bls. 27. 22 Poul Nørlund, Fornar byggðir á hjara veraldar, bls. 44. 23 Sama heimild, bls. 98–121. 24 Ástæða er samt til að nefna að Ragnheiður Gló Gylfadóttir hefur gagnrýnt túlkun Else Østergård og Pouls Nørlund varðandi flíkurnar frá Herjólfsnesi. Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 173
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.