Saga - 2019, Side 176
um íslenskan fatnað frá miðöldum gefa til kynna að hann var svip -
aður og sá á Grænlandi og í þeim löndum sem Íslendingar voru í
viðskiptasambandi við.25 Við uppgröft á Bessastöðum á níunda ára-
tug síðustu aldar fundu fornleifafræðingar tiltölulega stórt stykki af
einskeftu ullarklæði. Sniðið virðist vera í samræmi við karlmanns-
skikkju sem fundist hefur á Herjólfsnesi.26
Frá heiðni til kristins siðar
Siðurinn að jarðsetja að minnsta kosti suma hina látnu í venjulegum
fötum virðist hafa haldist í aldanna rás. Um þetta vitnar Jónas
Jónasson frá Hrafnagili í bók sinni Íslenzkir þjóðhættir, sem fyrst var
gefin út að Jónasi látnum (Jónas dó 1918). Þar segir að silkibútar og
annars konar textílleifar hafi stundum komið upp úr gröfum, og þá
á hann væntanlega við að það hafi gerst þegar grafið var í sömu gröf
aftur.27 Hann nefnir einnig að heldri konur virðist stundum hafa
verið jarðsettar í faldbúningi þar sem stokkabelti hafi komið upp úr
gröfum. Jónas nefnir jafnframt, og vitnar þá í átjándu aldar heimild,
að það hafi verið venjan að jarða presta í hempu sinni.28 Haugfé
tíðkaðist ekki eftir kristnitöku en heldri menn að minnsta kosti
virðast hafa getað fengið einhverja persónulega muni með sér í gröf-
ina. Jónas nefnir að sumir hafi verið jarðaðir með fingurgull og
menntamenn hafi jafnvel fengið bók með sér.29 Nýjustu rannsóknir
virðast staðfesta þetta.30
marjatta ísberg174
Hún telur það vafamál hvort þessar flíkur hafi verið í samræmi við samtíma
evrópskan sið. Sbr. Ragnheiði Gló Gylfadóttur, „Kynjafornleifafræði og fatnað -
urinn frá Herjólfsnesi“, Ólafía: Rit Fornleifafræðingafélags Íslands 1 (2006), bls. 61–
68.
25 Guðmundur Ólafsson, Bessastaðarannsókn II. Kirkjugarður og miðaldaminjar, upp-
graftarsvæði 12–15. Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands 2013/2 (Reykjavík: Þjóð -
minjasafn Íslands 2013), bls. 98.
26 Nr. 213–220 í Þjóðminjasafni. Skikkjan virðist samsvara gerð 1b í flokkun
Nørlunds, en hún var tímasett á árunum milli 1380 og 1540. Sbr. Guðmund
Ólafsson, Bessastaðarannsókn II, bls. 99.
27 Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Íslenzkir þjóðhættir. Önnur útgáfa (Reykjavík:
Jónas og Halldór Rafnar 1945), bls. 304.
28 Sama heimild, sama stað. Jónas vitnar hér í skrif séra Björns Halldórssonar í
Sauðlauksdal.
29 Sama heimild, sama stað.
30 Margrét Jóhannsdóttir fór í BA-ritgerð sinni yfir alla muni sem hafa fundist í
kristnum gröfum á Íslandi og skráði þá. Lbs–hbs. Margrét Jóhannsdóttir,
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 174