Saga - 2019, Qupperneq 177
Sýnishorn af umbúnaði venjulegs fólks má sjá af gröfum sem
voru rannsakaðar á Eystri-Ásum og Búlandi og eru frá um 1800. Í
Búlandsgröf BUL-001 fundu fornleifafræðingar merkilega peysu.
Bolurinn á henni var úr ullarklæði sem ofið var í einskeftu, en erm-
arnar voru prjónaðar í sléttprjóni og svo saumaðar á bolinn. Þessi
peysa hafði verið bætt mörgum sinnum og voru bæturnar bæði úr
ofnu efni og prjónuðu. Peysan var mjög slitin bæði undir örmum, á
öxlunum, brjósti og olnboga. Neðri hluti hins látna hafði aftur á
móti verið vafinn í teppi.31 Þessi búnaður var bræðingur (e. hybrid)
hvað líkklæði varðar. Efri helmingurinn var venjulegur fatnaður
kvenna (peysan) meðan neðri helmingurinn var í samræmi við
miðaldaákvæði um umbúnað líka. Nú er spurningin hvort þetta
hafi verið dæmigert fyrir íslenska alþýðu. Sannarlega minnir þetta
á það sem kom fram í uppgreftrinum á Herjólfsnesi sem áður var
nefndur, en um 400 ár skilja þar á milli. Var þessi kona í gatslitinni
peysu á Búlandi úr svo fátækri fjölskyldu að hún hafði ekki efni á
betri fötum? Voru þetta jafnvel einu fötin sem hún átti?
Sérhönnuð líkklæði koma til sögunnar
Sérhönnuð líkklæði, það er flíkur sem voru hannaðar eingöngu með
það í huga að klæða hinn látna, komu ekki til sögunnar fyrr en á
seinni hluta nítjándu aldar, ef til vill aðeins fyrr hjá kaupstaðarfólki.
Fyrir þann tíma voru þau lík sem ekki voru jarðsett í eigin fötum
búin til greftrunar með því að þvo þau og vefja svo í lak, rekkjuvoð
eða nýtt léreft, ef það var fáanlegt, samkvæmt lýsingu Jónasar
lík skal ekki nakið niður grafa 175
Gripir í kristnum gröfum á Íslandi. BA-ritgerð í fornleifafræði við Háskóla
Íslands, 2018. http://hdl.handle.net/1946/29425. Frekari upplýsingar um
textíl leifar og aðrar jarðleifar er að finna hjá: Guðmundi Ólafssyni, Bessa -
staðarannsókn II; Mjöll Snæsdóttur, „Biskupabein og önnur bein á Hólum“,
Skagfirðingabók (1991), 164–190; Guðmundi Ólafssyni, Rannsókn undir kirkjunni
á Skarði á Skarðsströnd. Rannsóknarskýrslur fornleifadeildar 1981/4 (Reykjavik
2012); Steinunni Kristjánsdóttur, Ragnheiði Gló Gylfadóttur og Margréti
Valmundsdóttur, Skrá yfir grafir frá Skriðuklaustri 2003–2008, Skýrslur Skriðu -
klaustursrannsókna XXII, 2009. https://notendur.hi.is/sjk/SyG_0308IIUTG.
pdf, sótt 28. mars 2018.
31 Hildur Gestsdóttir, Peter Baxter og Guðrún Alda Gísladóttir með viðbótum
eftir Gavin Lucas, Fluorine poisoning in victims of the 1783–84 eruption of the Laki
fissure, Iceland. Eystri Ásar & Búland — pilot study excavation report (Reykjavík:
Fornleifastofnun Íslands 2006), bls. 21.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 175