Saga - 2019, Page 178
Jónassonar frá Hrafnagili. Lakið var svo saumað saman á báðum
endum.32 Þetta er svipað og mælt var fyrir um í ákvæði Kristinna
laga þáttar Grágásar þannig að lítið hafði breyst í gegnum aldirnar
að því leyti. Líkþvottur var einnig siður sem hafði haldist allt frá
miðöldum og jafnvel lengur.33
Ekki eru til neinar upplýsingar um það hve margir voru jarðaðir
í sínum eigin fötum, hve margir í sérhönnuðum líkklæðum og hve
margir voru saumaðir í léreft. Eftir því sem Jónas frá Hrafnagili
skrifar þá virðist minnihluti hafa verið jarðsettur í eigin fötum en
ljóst er að þjóðfélagsstaða hafði sitt að segja og líklegast hefur það
verið þannig um aldir. Með sýnilegri hluttekningu endar Jónas
umfjöllun sína um líkklæðin og segir:
Oft voru lík fátæklinga og sveitalima jörðuð kistulaus, jafnvel fram á
19. öld. Voru þá aðeins saumaðar utan um þá einhverjar durgur eða
látnir duga ræflarnir, sem þeir voru í eða áttu, líkin síðan bundin á fjöl
og síðan sökkt ofan í gröfina, og ekki er það dæmalaust, að líkin hafi
verið lögð fjalarlaus í lörfum sínum í grafirnar …34
Nýir tímar
Tuttugasta öldin var öld breytinga og það á við um líkklæði sem
annað. Þetta kemur greinilega í ljós í svörum úr spurningaskrá Þjóð -
minjasafnsins um Andlát og útför á seinni hluta 20. aldar.35 Andstætt
því sem kom fram í lýsingum Jónasar frá Hrafnagili nefnir enginn
svarenda í þessari könnun einfalt lak, léreft eða teppi. Meirihluti lát-
inna virðist hafa verið jarðaður annaðhvort í sínum eigin fötum eða
þá í klæðum sem voru sérstaklega hönnuð og framleidd sem lík -
klæði. Nokkrir svarenda nefna að í sveit þeirra hafi starfað sauma-
kona sem sérhæfði sig í líkklæðum og því var hægt að sníða þau að
óskum aðstandenda. Þar sem nú var fjölbreyttara framboð á sauma-
efnum urðu líkklæðin íburðarmeiri, efni þeirra vandaðri og þeim
marjatta ísberg176
32 Sama heimild, sama stað.
33 Í Grænlands annál er sagt frá skipaskaða árið 1266 og nefnt að nálægt strönd -
inni var tjörn sem kölluð var Líkatjörn, vegna þess að lík sjódauðra manna
voru þvegin í henni. Sbr. Ólaf Halldórsson, Grænland í miðaldaritum (Reykja -
vík: Sögufélag 1978), bls. 54.
34 Jónas Jónasson, Íslenzkir þjóðhættir, bls. 305.
35 ÞMS Spurningaskrá 2003-1, skrá 104, http://www.sarpur.is/Spurningaskra.
aspx?ID=531212.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 176