Saga - 2019, Page 190
Víða eru í bókinni vísanir til þeirrar fullyrðingar að annaðhvort sé ríki
fullvalda eða ekki og því sé ekki hægt að tala um takmarkað fullveldi. Hér
væri gott að staldra við. Fræðimenn hika til dæmis ekki við að segja að Kína
hafi í reynd verið hálfnýlenda á nítjándu öld. Það er einmitt gagnlegt, eins
og Guðmundur Jónsson bendir á, „að taka mið af getu ríkis til að iðka full-
veldisrétt sinn“ (bls. 97). Hann bendir raunar á að á upphafsárum fullveldis -
ins hafi „hinn efnislegi skilningur á fullveldinu“ verið „miklu meira áberandi
en síðar varð þegar hinn lagalegi skilningur varð allsráðandi í stjórnmála-
umræðu“ (bls. 99). Þannig megi finna dæmi þess þar sem þátttakandi í
opinberri umræðu varaði við því árið 1919 að landið yrði „valdalaust verk-
færi voldugri þjóðar“ (bls. 99). Guðmundur Hálfdanarson heggur í sama
knérunn með því að benda á að „smærri ríki [hafi] sjaldan neitt skárra vopn
en hugmyndina um fullveldið til að verja sig gegn ásælni stórþjóða“ (bls.
40). Að verja landamæri með hugmynd er áhugaverð hugmynd. Þetta er
mikilvægt atriði sem fleiri höfundar koma inn á. Í þessu samhengi má nefna
vangaveltur Skúla Magnússonar um það hvort líta beri á Ísland eftir 1918
sem „gæsluverndarland“ Danmerkur (bls. 136).
Sama er að segja um framlag Rasmusar Bertelsen en sú hugmynd að fá
norrænan fræðimann til þátttöku í þessu riti er lofsverð. Sé aðeins litið til
orðanotkunar hans þá er hún önnur en hjá íslenskum höfundum þessa rits.
Rasmus hikar þannig ekki við að nefna Ísland örríki, sem það náttúrlega er,
og Danmörku smáríki. Hann minnir okkur rækilega á hvaða tvö stórveldi
hafa verið ráðandi á Norður-Atlantshafinu frá því í Napóleonsstyrjöld -
unum, að Danmörk hafi síðan þá þurft að sigla milli skers og báru, það er
að segja milli öflugra granna. Hann gengur reyndar ekki svo langt að spyrja
hvort Bretar hafi svipt Dani hluta af fullveldi sínu með árás sinni á Kaup -
mannahöfn árið 1807 en hann minnir okkur á að það eru ekki bara Íslend -
ingar sem eru ófærir um að verja landamæri sín heldur einnig Danir.
Þá bendir Valur Ingimundarson á að ýmislegt í sambandi við varnar-
samninginn við Bandaríkin orki tvímælis með tilliti til fullveldis Íslands.
Þannig hafi Bandaríkjamenn verið tilbúnir til þess að beita herliði sínu hér
á landi gegn Íslendingum, til dæmis ef sósíalistar reyndu stjórnarbyltingu.
Þá bendir hann á að baráttan gegn Keflavíkursjónvarpinu hafi falið í sér
pólitíska túlkun á fullveldinu því að það „að fella hugtakið „menningar-
helgi“ undir fullveldið hafði ekkert lagagildi“ (bls. 272). Í svipuðum anda er
sú fullyrðing Baldurs, Evu Dóru og Þórunnar Elfu að „pólitísku svigrúmi
Íslands til að móta utanríkisstefnu, sem samræmist ekki stefnu bandamanna
þess, virðist takmörk sett“ (bls. 297) þó að það sé reyndar niðurstaða þeirra
að með því að deila fullveldinu með öðrum hafi stjórnvöld „styrkt stöðu
landsins efnahagslega, pólitískt og menningarlega“ (bls. 311).
Söguleg þróun varðandi það hverjir eigi að fara með fullveldið er vel
dregin fram í bókinni, hvernig það færðist frá einvaldi til lýðsins, fyrst karla
og síðan einnig kvenna. Eða svo notuð séu orð Davíðs Þórs: „Fullveldi verður
ritdómar188
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 188