Saga - 2019, Page 202
tuttugustu aldar, hefur fengið sinn skerf á prenti og allnokkrar bækur mætti
nefna þar sem áherslan er lögð á flugvélakost landsmanna í gegnum tíðina.
Þá ritaði Lýður Björnsson ágætt yfirlit um sögu flugvirkjunar í Safn til
iðnsögu Íslendinga fyrir um tuttugu árum. Með þessu verki bætist nýtt en
mikilvægt púsl í raðmyndina þar sem áherslan er loksins lögð á öll stoð -
kerfin sem eru forsendur þess að flugvélar komi að gagni.
Stefán Pálsson
Axel Kristinsson, HNIGNUN, HVAÐA HNIGNUN? GOÐSÖGNIN
UM NIÐURLÆGINGARTÍMABILIÐ Í SÖGU ÍSLANDS. Sögufélag.
Reykjavík 2018. 280 bls. Heimilda-, nafna-, og atriðisorðaskrár. Út -
dráttur á ensku.
Hnignun af einhverju tagi hefur, ef svo má að orði komast, verið rauður
þráður í íslenskri nútímasagnaritun frá því á nítjándu öld og til dagsins í
dag. Nær allir þeir sem fjallað hafa um sögu landsins gera ráð fyrir því að
þegar leið á miðaldir hafi gengið í garð hnignunarskeið af einhverju tagi
sem síðan stóð allt fram á síðari hluta nítjándu aldar eða jafnvel fram á tutt-
ugustu öld. Menn eru hins vegar langt frá því að vera sammála af hverju
þessi hnignun stafaði. Framan af var ósjálfstæði þjóðarinnar kennt um, nú
eða Dönum, en þegar leið á tuttugustu öld fóru sagnfræðingar að leita ann-
arra skýringa svo sem í veðurfari, efnahagslífi, hugarfari, stéttaskiptingu eða
einhvers konar blöndu af tveimur eða fleiri af þessum þáttum.
Það má því segja að Axel Kristinsson ráðist ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur í nýjustu bók sinni Hnignun, hvaða hnignun? Í sem stystu máli þá
tekur hann þar fyrir hverja hnignunarkenninguna á fætur annarri, greinir
þær og leitast við að sýna fram á að þær standist ekki. Strax í formála gerir
Axel skilmerkilega grein fyrir því að bókin sé deilurit, sett fram til höfuðs
hnignunarkenningum og til þess að vekja umræðu og sá efasemdum hjá les-
endum um viðteknar skoðanir.
Í fyrri hluta bókarinnar skýrgreinir höfundur hugtakið hnignun og gerir
síðan grein fyrir ýmsum hnignunarkenningum. Hann bendir á að varla sé
hægt að kalla þetta samstæða kenningu heldur öllu heldur samsafn hug-
mynda úr ýmsum áttum. Hann fjallar líka um tengsl þessara hugmynda og
kenninga við mýtur af ýmsu tagi sem iðulega tengjast sjálfsmynd þjóða og
hvernig þær kjósa að sjá fortíð sína. Í þessum fyrsta hluta vinnur höfundur
það þarfaverk að slá út af borðinu nýjustu og vitlausustu hnignunarkenn-
inguna, þá sem náði hvað mestu flugi á veltiárunum fyrir hrun og gekk út
á það að Ísland hafi fyrir og um aldamótin 1900 verið fátækasta land í
ritdómar200
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 200