Saga - 2019, Page 203
Evrópu. Rétt er að taka fram að þessi firra hefur einkum átt sér formælendur
meðal bloggara, stjórnmálamanna svo og „fræðimanna“ nátengdum stjórn-
málaflokkum. Höfundi tekst að rekja upphafið að þessari vitleysu, sem að
sjálfsögðu verður til fyrir rangtúlkun á orðum fræðimanns, og sýnir síðan
skilmerkilega fram á með gildum rökum að þetta sé bull, svo skilmerkilega
að vonandi er þessi þvæla komin þangað sem hún á heima, á ruslahaug sög-
unnar.
Í seinni hlutanum ræðir höfundur svo hverja tegund hnignunar kenn -
inga fyrir sig og gerir grein fyrir hinum séríslensku einkennum þeirra og
hvernig þær falla að íslenskri sögu en jafnframt leitast hann við að sýna
fram á með fræðilegum rökum að kenningarnar standast ekki. Höfundur
dregur ekki dul á það að í sumum tilfellum byggjast ályktanir hans á tilgát-
um þannig að frá upphafi verður lesandinn að horfa yfir sviðið með gagn -
rýnu hugarfari, ekki bara á hnignunarkenningarnar heldur líka á það
hvernig höfundur fjallar um þær.
Eitt af því sem höfundur dregur fram er að flestar kenningarnar um
hnignun eru settar fram í einhverjum tilgangi, pólitískum, félagslegum eða
efnahagslegum. Að hnignun lands og þjóðar hafi komið til vegna undirok-
unar erlendra stjórnvalda var ráðandi þema í sjálfstæðisbaráttunni og þeirri
sagnaritun sem henni tengdist og samkvæmt þeim skóla versnaði ástandið
eftir því sem konungsveldið efldist. Höfundur færir hins vegar sannfærandi
rök fyrir því að staða almennings hafi í raun batnað eftir því sem miðstjórn-
arvaldið styrktist og böndum var komið á dólgshátt og yfirgang innlendrar
yfirstéttar.
Talsmenn frjálsrar verslunar töldu einokunarverslunina helsta sökudólg
versnandi ástands. Vissulega höfðu einokunarfyrirtækin á sautjándu og átj-
ándu öld misjafnt orð á sér en þrátt fyrir það lýstu margir Íslendingar
áhyggjum sínum af því þegar einokunarfyrirkomulagið var afnumið enda
þurftu einokunarfyrirtækin að vera með verslun á stöðum sem markaðsdrif-
in fyrirtæki hefðu aldrei sent skip sín á, til að standa við samninga sína við
konung. Höfundur bendir og á að verslunin hafi skipt allan almenning sem
bjó við sjálfsþurftarbúskap takmörkuðu máli, það hafi fyrst og fremst verið
þeir betur stæðu sem nýttu sér hana í þeim tilgangi að verða sér úti um
munaðarvöru enda var það einkum yfirstéttarfólk sem kvartaði yfir versl-
uninni. Sá er ljóður á umfjöllun höfundar um þetta mál að hvergi er tekið
tillit til eða vitnað í nýjustu rannsóknir í verslunarsögu, hina miklu sögu
utanríkisverslunar landsins, Líftaug landsins, sem kom út fyrir fáum misser-
um.
Sú kenning að Íslendingar hafi farið illa með land sitt og það sé þáttur í
hörmungum fyrri alda átti um tíma talsverðum vinsældum að fagna. Þessi
kenning hefur gjarnan verið notuð af náttúruverndarfólki og er tilgangurinn
auðvitað sá að fá þjóðina til að ganga vel um land sitt, sem er að sjálfsögðu
göfugt markmið. Það breytir því ekki að kenningin á ekki við rök að styðjast
ritdómar 201
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 201