Saga - 2019, Page 210
greina. Það er þó athyglisvert að nám rakara tók fjögur ár en hárgreiðslu-
kvenna þrjú samkvæmt lögunum (bls. 192).
Höfundar rekja vinnu og kjör nemanna sem stundum voru ótrúlega
ungir, nánast börn á þeirra tíma mælikvarða og máttu þræla við að sápa,
þvo og ganga frá á löngum vinnudegi. Samkvæmt lögunum frá 1927 mátti
vinnuvika nema ekki fara yfir 60 stundir á viku (bls. 194). Þegar fram liðu
stundir kom oft til vinnudeilna milli meistara og nema vegna lágra launa og
mikils vinnuálags. Árið 1941 fóru nemar í hárgreiðslu í verkfall en urðu að
lokum að gefast upp (bls. 296–302). Þróunin varð í þá átt að auka vinnu -
vernd og takmarka vinnutíma, til dæmis var sett í lög árið 1938 að nemar
ættu rétt á kaffitíma. Smátt og smátt færðist menntunin inn í iðnskólana þar
sem hún fer að mestu leyti fram í dag.
Deilur voru þó ekki aðeins á milli nema og meistara heldur deildu rak-
arar sín á milli um opnunartíma, til dæmis hvort loka ætti á laugardögum
og sunnudögum. Svokallað rakarafrumvarp olli miklum deilum en það var
fyrst lagt fram 1924. Halldór Laxness gerði sér mat úr þessari deilu í Brekku -
kotsannál en málið var loks til lykta leitt 1929 með því að setja ákvæði um
opnunartíma rakarastofa inn í lögreglusamþykkt Reykjavíkur (bls. 268–272).
Allt speglar þetta þjóðfélagsþróun þessa tíma, kröfur um skikkanlegan
vinnutíma andspænis því að þjóna kúnnanum sem allra best. Í þessum deil-
um var til dæmis bent á hve verkamenn og sjómenn ættu erfitt með að
komast frá vinnu til að láta klippa sig.
Ítarlega er fjallað um hvernig sjálf menntunin þróaðist í greininni, allt
frá því að kunna að krulla hár með krullujárnum yfir í permanent, litun og
strípur. Rakarar þurftu framan af að kunna að klippa og raka en smám sam-
an hvarf raksturinn og þeir þurftu að læra að setja permanent í stráka þegar
það komst í tísku. Nú læra allir það sama hvort sem þjónustan beinist að
konum eða körlum. Ný tæki komu til sögu eins og til dæmis hárþurrkur en
lengi vel var erfitt að fá efni og tæki, sérstaklega fyrir hárgreiðslustofur,
vegna innflutningshafta á kreppuárunum og svo eftir síðari heimsstyrjöld-
ina. Rakarar og hárgreiðslukonur reyndu hvað þau gátu til að framleiða sjálf
það sem til þurfti, bæði sápur og alls konar vökva, til dæmis permanent-
vökva og hárvatn til að fegra hárið. Þá varð að hafa allar klær úti til að
útvega nýjungar, biðja sjómenn í siglingum um greiða eða flugfreyjur eftir
að flug hófst milli landa.
Einn kaflinn fjallar um það hvernig ímynd stéttanna breyttist frá því að
snúast um hreinlæti og snyrtimennsku yfir í hátísku á heimsvísu. Margir
rakarar voru tónlistarmenn samhliða dagvinnunni til að auka tekjurnar,
spiluðu á böllum og sömdu tónlist (bls. 238–239). Slíkar sögur eru ekki
sagðar af hárgreiðslukonum enda entust þær yfirleitt skemur í stéttinni.
Fram yfir 1970 var reiknað með því að konur giftu sig, héldu sig heima og
sinntu heimili og börnum þótt á því væru alltaf undantekningar. Það var
reyndar eitt svið þar sem hárgreiðslukonur komu við sögu utan stofunnar
ritdómar208
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 208