Saga - 2019, Page 211
en það var vinna með leikfélögum landsins við að greiða eða búa til hárkoll-
ur. Kristólína Kragh vann til dæmis mikið fyrir Leikfélag Reykjavíkur.
Þannig kom hárgreiðslufólk víða við sögu. Upp úr 1970 var farið að keppa
í hárskurði og hárgreiðslu á fínum stöðum í borginni, til dæmis skemmti -
staðnum Broadway. Slíkar keppnir breyttu ímynd hárgreiðslufólks, ekki síst
þegar farið var að keppa erlendis og vinna til verðlauna. Þar voru þær Elsa
Haraldsdóttir og Hanna Kristín Guðmundsdóttir í fararbroddi. Fagið sem
snerist upphaflega um að fá Íslendinga til að þvo á sér hárið og láta klippa
sig eða greiða sér þróaðist yfir í að boða hátísku frá París og London.
Stéttarfélög hárgreiðslufólks skiptu að sjálfsögðu miklu máli við að fá
menntunina viðurkennda og tryggja mannsæmandi laun og aðstæður.
Rakið er hvernig jafnt nemar sem meistarar stofnuðu með sér stéttarfélög.
Það gekk þó ekki alltaf þrautalaust, samanber deilur um fyrrnefnt rakara-
frumvarp. Barátta hárgreiðslukvenna fyrir sanngjarnari gjaldskrá er gott
dæmi um kynjaða veröld innan hárgreiðslunnar. Rétt upp úr 1970 áttu hár-
greiðslukonur í viðræðum við þáverandi „verðlagsstjóra“ en gjaldskrár
voru bundnar samkvæmt lögum. Hann sagði við þær (bls. 285): „Stelpur
mínar, þurfið þið nokkuð hækkun, eruð þið ekki allar með fyrirvinnu?“
Margt fleira ber á góma í sögu háriðnanna en það sem gefur bókinni
stóraukið gildi er sá mikli fjöldi mynda sem prýða hana. Þær varpa ljósi á
aðstæður á stofunum, tískuna á hverjum tíma og klæðnað hárgreiðslufólks,
segja frá frumkvöðlum og ýmsu sem á daga greinarinnar hefur drifið. Sem
betur fer hefur lengi tíðkast að teknar væru myndir af starfsfólki á rakara-
og hárgreiðslustofum ýmist í hóp eða við vinnu sína.
Bókin er að miklu leyti byggð á viðtölum við konur og karla úr stéttinni
en einnig er leitað fanga í blöðum og tímaritum, auglýsingum, viðtölum og
alls konar skrifum. Sem dæmi um skemmtilega auglýsingu sem gefur inn -
sýn í fyrstu ár stéttarinnar er þessi frá Kristínu Meinholt, Laufásvegi 17, frá
árinu 1913: „Fyrsta flokks háruppsetning, höfuðböð, sem eyða flösu og hár-
roti. Andlitsböð með massage, Manicure. Ennfremur bý ég til úr hári: Búklu -
hnakka, lausar búklur, fléttinga og snúninga. Einnig hár við íslenska bún-
inginn. Sömuleiðis útvega ég eftir pöntun: úrfestar, hálsfestar, armbönd,
eyrnalokka, kransa, rósir og bókstafi úr hári“ (bls. 65). Þarna var hár greiðslu -
daman í margvíslegum hlutverkum, til að mynda gullsmiðs og blómasala,
auk hárgreiðslunnar.
Það er sannarlega hægt að mæla með Krullað og klippt. Jafnframt því að
segja sögu iðngreinar sem hefur tekið miklum breytingum, frá því að vera
aðskilin karla- og kvennagrein með tilheyrandi launamun yfir í þjónustu við
alla á sömu stofunni, endurspeglar bókin samfélagsþróun. Hún segir sögu
vinnuþrælkunar og stéttabaráttu, sögu þjóðar sem var að læra að þrífa sig,
afleiðingum styrjalda, kreppu og hafta og jafnframt áhrifum tísku. Þar má
nefna drengjakollinn umdeilda frá Hollywood sem sló í gegn upp úr 1920
en hann var tákn „nýju konunnar“, konu tuttugustu aldarinnar (bls. 342–
ritdómar 209
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 209