Saga - 2019, Page 220
undurfurðuleg sú saga er. Fyrir fram taldi ég mig þokkalega vel heima á
þessu fræðasviði, ég þekkti ágætlega til femíníska kynlífsstríðins sem þver -
klauf bandarískar kvennahreyfingar á níunda og tíunda áratug síðustu
aldar og á nýrri öld hef ég af hliðarlínunni fylgst með gagnrýni femínista á
eðli og afleiðingar þess ofbeldisfulla kláms sem á tímum internetsins streymir
óheft fram og engin leið virðist að hemja eða temja. Fyrir vikið vakti algjör
fjar vera kvenna (nema sem viðföng klámrita og -mynda) á tímum kynlífs-
byltingarinnar furðu mína. Harðvítugustu andstæðingar klámsins voru
þannig tveir nafngreindir karlar á áttræðisaldri en Rauðsokkur blönduðu
sér nánast aldrei í klámumræðuna. Höfundur bendir á sáran skort á rann-
sóknum á kynlífsbyltingunni hér á landi og það sem sú sem hér ritar hefur
mestan áhuga á, áhrif hennar á kynfrelsi kvenna, kemur því lítið við sögu í
þessari bók. Í ljósi þessa kvenmannsleysis í frásögninni kemur því spánskt
fyrir sjónir að í umræðu um hverjir voru að kaupa og lesa (klám)sjoppuritin
standa konur fremstar þegar vísað er í kenningar Pierres Bourdieu um hópa
sem réðu yfir takmörkuðum menningarauði, það er að segja konur, ungling-
ar og menntunarsnautt fólk (bls. 190, 272).
Bókin skiptist í átta kafla. Þrír þeirra, 1) Klámfræðin, 2) Klámsagan og
7) Að kynlífsbyltingu lokinni, eru frekar almennir yfirlitskaflar þar sem farið
er vítt yfir sviðið bæði í tíma og rúmi. Í fyrsta kafla eru lesendur kynntir
fyrir því hvernig klámfræðin hafa þróast sem lögmætt en umdeilt fræðilegt
viðfangsefni frá því á seinni hluta tuttugustu aldar og til nútímans, verulega
skýr kafli sem setur hlutina í samhengi þótt þar hafi kannski fátt komið á
óvart. Í öðrum kafla er svo skautað nokkuð frjálslega yfir sögu klámsins yfir
langt tímabil. Frá veggmyndum í Pompeii að fjöldaframleiðslu kláms með
ljósmynda- og kvikmyndatæki á nítjándu og tuttugustu öld. Í þessum kafla
er einnig gerð tilraun til þess að rekja íslenska klámsögu fram að kynlífsbylt-
ingunni. Birt eru textabrot úr Bósa sögu og Herrauðs, greint frá því hvernig
bækur um kynfræðslu og takmörkun barneigna sem íslenskar menntakonur
þýddu eða sömdu á fyrri hluta tuttugustu aldar voru dregnar inn á
klámsviðið sem óviðeigandi eða ob/scene og loks er sagt frá örlögum bókar-
innar Söngurinn um roðasteininn en þar var meðal annars tekist á um óskýr
mörk á milli listar og kláms — þema sem ítrekað átti eftir að koma upp. Í
sjöunda kafla rekur höfundur svo í grófum dráttum sögu kláms á Íslandi
eftir að kynlífsbyltingunni lauk. Sú frásögn hefst með vídeóbyltingu níunda
áratugarins þegar fólk gat nálgast klámmyndir á næstu vídeóleigu til þess
að horfa á heima í stofu og nær fram að internetbyltingunni þegar allra -
handa klám var aðeins einum eða tveimur músarsmellum frá hinum
almenna borgara. Í þessum hluta gerir Kristín Svava þó enga tilraun til að
greina eða flokka allt það klámefni sem í boði var heldur einbeitir hún sér
að því að fjalla um lagasetningar um klám, einkum 210. gr. almennra hegn-
ingarlaga, og hvernig þeim var beitt í íslensku samfélagi. Þarna stíga ís -
lenskir femínistar í fyrsta skipti fram sem virkir þátttakendur í klám-
ritdómar218
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 218