Saga


Saga - 2019, Page 220

Saga - 2019, Page 220
undurfurðuleg sú saga er. Fyrir fram taldi ég mig þokkalega vel heima á þessu fræðasviði, ég þekkti ágætlega til femíníska kynlífsstríðins sem þver - klauf bandarískar kvennahreyfingar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og á nýrri öld hef ég af hliðarlínunni fylgst með gagnrýni femínista á eðli og afleiðingar þess ofbeldisfulla kláms sem á tímum internetsins streymir óheft fram og engin leið virðist að hemja eða temja. Fyrir vikið vakti algjör fjar vera kvenna (nema sem viðföng klámrita og -mynda) á tímum kynlífs- byltingarinnar furðu mína. Harðvítugustu andstæðingar klámsins voru þannig tveir nafngreindir karlar á áttræðisaldri en Rauðsokkur blönduðu sér nánast aldrei í klámumræðuna. Höfundur bendir á sáran skort á rann- sóknum á kynlífsbyltingunni hér á landi og það sem sú sem hér ritar hefur mestan áhuga á, áhrif hennar á kynfrelsi kvenna, kemur því lítið við sögu í þessari bók. Í ljósi þessa kvenmannsleysis í frásögninni kemur því spánskt fyrir sjónir að í umræðu um hverjir voru að kaupa og lesa (klám)sjoppuritin standa konur fremstar þegar vísað er í kenningar Pierres Bourdieu um hópa sem réðu yfir takmörkuðum menningarauði, það er að segja konur, ungling- ar og menntunarsnautt fólk (bls. 190, 272). Bókin skiptist í átta kafla. Þrír þeirra, 1) Klámfræðin, 2) Klámsagan og 7) Að kynlífsbyltingu lokinni, eru frekar almennir yfirlitskaflar þar sem farið er vítt yfir sviðið bæði í tíma og rúmi. Í fyrsta kafla eru lesendur kynntir fyrir því hvernig klámfræðin hafa þróast sem lögmætt en umdeilt fræðilegt viðfangsefni frá því á seinni hluta tuttugustu aldar og til nútímans, verulega skýr kafli sem setur hlutina í samhengi þótt þar hafi kannski fátt komið á óvart. Í öðrum kafla er svo skautað nokkuð frjálslega yfir sögu klámsins yfir langt tímabil. Frá veggmyndum í Pompeii að fjöldaframleiðslu kláms með ljósmynda- og kvikmyndatæki á nítjándu og tuttugustu öld. Í þessum kafla er einnig gerð tilraun til þess að rekja íslenska klámsögu fram að kynlífsbylt- ingunni. Birt eru textabrot úr Bósa sögu og Herrauðs, greint frá því hvernig bækur um kynfræðslu og takmörkun barneigna sem íslenskar menntakonur þýddu eða sömdu á fyrri hluta tuttugustu aldar voru dregnar inn á klámsviðið sem óviðeigandi eða ob/scene og loks er sagt frá örlögum bókar- innar Söngurinn um roðasteininn en þar var meðal annars tekist á um óskýr mörk á milli listar og kláms — þema sem ítrekað átti eftir að koma upp. Í sjöunda kafla rekur höfundur svo í grófum dráttum sögu kláms á Íslandi eftir að kynlífsbyltingunni lauk. Sú frásögn hefst með vídeóbyltingu níunda áratugarins þegar fólk gat nálgast klámmyndir á næstu vídeóleigu til þess að horfa á heima í stofu og nær fram að internetbyltingunni þegar allra - handa klám var aðeins einum eða tveimur músarsmellum frá hinum almenna borgara. Í þessum hluta gerir Kristín Svava þó enga tilraun til að greina eða flokka allt það klámefni sem í boði var heldur einbeitir hún sér að því að fjalla um lagasetningar um klám, einkum 210. gr. almennra hegn- ingarlaga, og hvernig þeim var beitt í íslensku samfélagi. Þarna stíga ís - lenskir femínistar í fyrsta skipti fram sem virkir þátttakendur í klám- ritdómar218 Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 218
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.