Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.04.2022, Qupperneq 28
 Settu andlit sín við vörumerkið Gerður stofnaði Blush ásamt vin- konu sinni, Rakel Ósk Orradóttur, sem eftir eitt og hálft ár hvarf til annarra starfa. „Við ákváðum snemma að setja andlit okkar við vörumerkið og búa þannig til kúnnahópinn. Þarna væru tvær ungar stelpur að tala um kynlíf á heilbrigðan hátt.“ Aðspurð um viðbrögð sinna nán- ustu við því svarar Gerður: „Amma og afi voru pínu óörugg með þetta í upphafi og höfðu áhyggjur af því að ég þyrfti að sækja um vinnu og fólk færi að gúggla mig. Ég svaraði bara að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur – ég ætlaði aldrei aftur að þurfa að sækja um vinnu.“ Segja má að Gerði hafi tekist upp- haflega ætlunarverkið en hún segir velgengnina vera margþætta. „Alls staðar í heiminum er kyn- lífstækjamarkaðurinn og viðhorfið gagnvart honum að breytast og fjöl- miðlar hafa hjálpað mikið við það.“ Framleiðir sín eigin kynlífstæki Gerður segist alltaf hafa verið með skýra sýn um hvert hún stefni með fyrirtæki sitt. „Blush hefur aldrei verið lítil hugmynd og ég hlakka til að sýna fólki hvað ég geri á næstu 10 til 15 árum,“ segir Gerður sem fyrir jólin setti á markað eigin kynlífs- tækjalínu undir vörumerkinu Reset. „Reset stendur fyrir það að endur- stilla kynorkuna með því að stunda sjálfsfróun eða kynlíf. Við erum komin með fjórar vörur á markað og fáum þrjár í viðbót í sumar,“ segir Gerður sem ætlar að nota Ísland sem prufumarkað en stefnir svo á að selja vörurnar víðar í Evrópu á næstu árum. Starfsemi Blush einskorðaðist í upphafi við heimakynningar sem þær Gerður og Rakel sáu alfarið um. „Það var mjög lærdómsríkt enda við í nánum samskiptum við viðskipta- vinina.“ Það varð algjör sprenging Í framhaldi var vefverslunin opnuð og svo lítil verslun sem stóð þó aðeins opin í þrjá mánuði. „Ég sat þar allan daginn að bíða eftir að einhver kæmi og það kom enginn. Ég var að opna verslun á röngum forsendum – til að fá fleiri viðskiptavini. Ég átti ekki pening til að markaðssetja mig og þegar ég opnaði fann ég að mig langaði ekk- ert að vera búðarkona. Ég lokaði því og einbeitti mér að vefverslun- inni sem mér fannst skemmtilegt. Það varð algjör sprenging. Ég bjó hér á neðri hæðinni og stofan var undirlögð af hundruðum pappa- kassa með vörum. Það var bara allt teppalagt með kynlífstækjum. Ég fór á pósthúsið daglega svo fór fólk að vilja mikið koma að sækja. Ég var með fólk hér á hverjum einasta degi og ákvað því að opna litla verslun og ráða starfsfólk.“ Verslunin var 36 fermetrar og að sögn Gerðar sprakk hún á fyrsta degi. „Vörumerkið var orðið viður- kennt og við náðum til markhóps- ins. Tveimur árum seinna opnaði ég stærri verslun og nú þremur árum síðar opnaði ég verslunina á Dalveg- inum í 860 fermetrum.“ Sjálf verslunin er um 350 fer- metrar en húsnæðið hýsir einnig vöruhús, skrifstofur, sal og aðstöðu fyrir starfsfólk. „Við eigum 86,2 prósenta mark- aðshlutdeild hér á landi og höfum aukið við okkur síðustu ár,“ segir Gerður en aðalhópur viðskiptavina er á bilinu 25 til 55 ára. „Við erum búin að stækka svaka- lega mikið og erum því á viðkvæm- um stað og þurfum að halda vel utan um allt til að missa ekki tökin.“ Boðið að leika í klámmyndum Gerður segir umhverfið hafa breyst mikið á þeim ellefu árum sem hún hefur verið í rekstri en upphaflega hafi verið hlegið að henni. „Ég veit að ég var ung og kannski óþroskuð en viðmótið gagnvart konum í rekstri er sem betur fer mjög breytt. Á sölusýningum erlendis var ekki hlustað á mig sem kaupanda og mér ítrekað boðið að taka þátt í klámmyndum. Ég var á viðkvæmum tíma og hafði lítið á milli handanna og voru boðnir 20 þúsund dollarar fyrir að leika í klámmynd. Ég af þakkaði það en þetta var mjög skrítin og óþægileg upplifun og þreytandi að vera ekki tekin alvarlega. Ég efast um að karl- menn í sömu stöðu hafi upplifað þetta viðmót . Það var alltaf verið að tengja mig sem kynveru inn í fyrirtækið. Það var erfitt að fá auglýsingastofur til að vinna með mér og ef ég mætti fyrir hönd fyrirtækisins til að sækja það sem vantaði, bankalán eða kreditkort, var svarið alltaf nei.“ Mikilvægt að sinna kynverunni En síðan hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar og upp er komin kynslóð ungra kvenna sem þykir það ekki tiltökumál að kaupa sér vörur í Blush. Umræðan er allt önnur en hún var fyrir tíu árum og hefur Gerður sjálf gert sitt í því enda komið fram í viðtölum og verið virk í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Þótt ég segi sjálf frá þá held ég að ég hafi hjálpað gríðarlega mörgum einstaklingum og sérstaklega konum að finna sína innri kynveru og upplifa sína fyrstu fullnægingu. Það er enn allt of algengt að konur upplifi að þær eigi að vera settlegar og finna minna fyrir kynhvötinni en karlar. Þar spilar uppeldi og fleira inn í. Í mínum huga eru það mannrétt- indi að fá að upplifa sig sem kyn- veru, enda kynhvötin ein af grunn- þörfunum, eins og að borða og sofa. Eins gengur einfaldlega allt betur ef við sinnum kynhvötinni okkar – ekki síst samskiptin við makann. Ég held að fólk átti sig ekki almenni- lega á því hvað kynlíf er stór partur af lífinu. Það er eins og mýkingar- efni í líf okkar.“ Þú hlýtur að vera villt í rúminu Þó að Gerður hafi alltaf verið opin- ská fannst henni í fyrstu erfitt að tala um kynlíf. „Ég hef alltaf verið frekar opin og átt auðvelt með að tala en að tala um kynlíf og kyn- lífstæki fannst mér skrítið og erf- itt fyrst. En það vandist f ljótt og stundum held ég að það hafi vanist of vel,“ segir hún og hlær. „Þegar ég sit til að mynda á matsölustað að ræða relaxing anal sleipiefni eða álíka, þá finn ég að fólk lítur við. Þó að ég hafi alltaf reynt að hafa þetta settlegt hef ég gaman af því að dansa á línunni og sjokkera aðeins.“ Viðmót ókunnugra segir Gerður vissulega oft litast af starfi hennar. „Já, fólk á það til að segja: „Þú hlýtur að vera villt í rúminu!“ En ég svara þá bara að ég sé eins og píparinn sem nennir ekki að laga lagnirnar heima hjá sér,“ segir hún í léttum tón og bætir við: „Þetta er vinnan mín.“ Gerður segir sambýlismanninn einnig fá slíkar spurningar um hana. „Fólk gerir sér sjálfkrafa hug- myndir um að maður sé með kyn- lífsrólur um allt heima fyrst maður rekur kynlífstækjaverslun. Ég hef því miður ekki enn náð að prófa allar vörurnar sem Blush selur en er hægt og rólega að vinna mig í gegnum þær.“ ■ Gerður ákvað snemma að setja andlit sitt við vörumerki Blush og storka þannig hugmyndum um slíka verslun. Gerður segir allt ganga betur ef við sinnum kynhvöt okkar. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á því hvað kynlíf er stór partur af lífinu. Það er eins og mýkingarefni í líf okkar. Ég svaraði bara að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur – ég ætlaði aldrei aftur að þurfa að sækja um vinnu. 28 Helgin 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.