Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 87

Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 87
Við erum stöðugt að vinna með viðskiptavinum í að betrumbæta og þróa kerfið í takt við nýjar hugmyndir og þarfir. Ýrr Geirsdóttir Spektra býður upp á fjöl- breyttar lausnir fyrir Micro- soft umhverfi, sem gagnast öllum fyrirtækjum og stofn- unum sem vilja stjórna upp- lýsingum með ákveðnum og öruggum hætti. Lausnirnar þróast stöðugt í takti við tækniþróun og ríkt samráð við viðskiptavini. Spektra var stofnað árið 2013 af fimm starfsfélögum sem höfðu unnið saman sem SharePoint sérfræðingar og vildu gera meira úr sinni sérþekkingu og hug- sjónum í þessum málum. „Starfs- fólkið okkar hefur breiða þekk- ingu á Microsoft lausnum og við aðstoðum okkar viðskiptavini við að hanna og betrumbæta lausnir í M365 umhverfinu og þá sérstaklega SharePoint, sem er grunnurinn í okkar þekkingu,“ segir Ýrr Geirsdóttir, forstöðu- maður verkefnastýringar og einn eigenda Spektra. Þjónusta Spektra er fyrir öll fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem meðhöndla upp- lýsingar, en þær eru verðmæti sem þarf að stjórna með ákveðnum og öruggum hætti. Starfsfólk Spektra hefur mikla þekkingu á sínu sviði. „Við veitum góða þjónustu og viljum að okkar viðskiptavinir geti leitað til okkar og fengið úrlausn sinna mála hratt og vel,“ segir Ýrr. Starfsfólk Spek- tra leggur einnig mikið upp úr kennslu og þjálfun í innleiðingu þeirra lausna, þar sem þau fylgjast með og eru til staðar eftir að kerfi eru innleidd. „Við erum stöðugt að vinna með viðskiptavinum í að betrumbæta og þróa kerfið í takt við nýjar hugmyndir og þarfir,“ segir hún og bætir því við að mestu verðmæti hvers fyrirtækis sé fólkið og því sé mikilvægt að virkja þau verðmæti með góðri fræðslu og þekkingu. Þróast með þörfum viðskiptavina Microsoft og umhverfið í upplýs- ingatækni hefur breyst gífurlega frá því að þau stofnuðu fyrirtækið, en í dag eru flestir viðskiptavinir þeirra með sínar lausnir í skýinu, sem var ekki raunin árið 2013. Síðan þá hefur Microsoft breytt sínum lausnum mikið, gert þær notendavænni og komið þeim í skýjaumhverfið og Spektra hefur fylgt þeirri þróun vel eftir. Að sögn Ýrar þá eru þeirra stærstu lausnir í dag WorkPoint, sem er verkefna- og upplýsingastjórnunarkerfi sem heldur meðal annars utan um mál, skjöl, samskipti og verkferla, og gæðahandbók með fjölbreyttri virkni, sem hefur verið að seljast mikið undanfarin misseri. Hún segir að þau hafi líka orðið vör við miklar breytingar á þörfum sinna viðskiptavina og sem dæmi er aftur orðið vinsælt að hafa innri vef í SharePoint í skýjaumhverfinu, þar sem sú lausn er að miklu leyti til staðar í SharePoint. Bjóða upp á fjölbreyttar lausnir Viðskiptavinum Spektra fer ört fjölgandi, þar sem þeirra lausnir eru vinsælar. Þau hafa innleitt WorkPoint hjá stórum og smáum fyrirtækjum og stofnunum, bæði hérlendis og erlendis. „WorkPoint er mjög fjölbreytt og skalanlegt kerfi og þar erum við að útfæra ýmsar lausnir, bæði tilbúnar lausnir, málakerfi og fundagáttir fyrir stjórnir og nefndir, gæða- kerfi, verkefnakerfi, umsóknar- kerfi, ábendingakerfi og sérhann- aðar lausnir sem miða að sértækri þjónustu eða innri ferlum okkar viðskiptavina,“ útskýrir Ýrr. „Gæðahandbókin okkar er líka öflug lausn sem er í stöðugri þróun og viðskiptavinir hafa verið mjög ánægðir með,“ segir hún og bætir því við að bókin byggi á gæðakröfum sem eru til staðar og er sérhönnuð út frá hverjum við- skiptavini. Einnig er tenging milli gæðahandbókarinnar og Work- Point, þannig að gæðaskjölin eru alltaf við hendina fyrir notandann. „Viðskiptavinir okkar eru fjölbreyttir og með fjölbreyttar þarfir, og þar sem við komum að borðinu sem ráðgjafar greinum við umhverfi viðskiptavinarins vel og innleiðum þeirra ferla inn í okkar kerfi. Góð þarfagreining skilar sér þannig í betri lausnum og meiri sjálfvirknivæðingu sem skilar sér aftur í betri rekstrartölum,“ segir Ýrr. Faghópur sinnir stöðugum umbótum Sérstaða Spektra er ekki bara hug- búnaðurinn og tækifærin í stýr- ingu á upplýsingum, heldur einnig sú þjónusta sem Spektra veitir og breið þekking þeirra starfs- fólks. Starfsfólk Spektra er með ólíka menntun og starfsreynslu, ekki aðeins í upplýsingatækni og verkefnastjórnun, heldur einnig í upplýsingafræði. Að hennar mati sé það ekki nóg að setja upp hug- búnað, heldur þurfi líka skipulag og stýringu út frá þeim kröfum sem beinast að fyrirtækjum eða stofnunum hvað varðar lagalegt umhverfi, staðla og reglugerðir og aðrar ytri kröfur og svo bætast við innri viðskiptakröfur hvers og eins fyrirtækis eða stofnunar. Á sama tíma þarf hugbúnaður- inn sem geymir vinnugögn að nýtast í daglegum störfum fólks þannig að það hafi greiðan aðgang að þeim gögnum sem það þarf í sinni vinnu, segir Ýrr og bætir við: „Við höfum fundið fyrir því að okkar viðskiptavinir eru opnir fyrir nýjungum og breyttum hugs- unarhætti í stjórnun upplýsinga. Fólk vill ekki alltaf vera að finna upp hjólið, heldur vita hvernig aðrir hafa verið að gera hlutina eða leysa úr vandamálum og koma með nýjar hugmyndir. Spektra fann fyrir þessari þörf og svaraði kallinu með því að koma á fót faghópi upplýsinga- og skjalastjóra og heilbrigðisgagna- fræðinga sem eru viðskiptavinir Spektra og eiga það sameiginlegt að búa yfir þekkingu í upplýsinga- fræði og stýra WorkPoint á sínum vinnustað,“ útskýrir Ýrr. Haldið er utan um faghópinn af starfsmanni Spektra sem einnig er upplýsinga- fræðingur. Hann sér um að reglu- lega berist upplýsingar um virkni í WorkPoint, sem og að svara spurningum sem upp koma, halda vinnustofur og taka spjallið. Faghópurinn er þá kjörinn vett- vangur til að fá faglega umræðu um ákveðin viðfangsefni, deila lausnum, spyrja spurninga og bera upp hugmyndir, sem eru tækifæri fyrir Spektra til að gera enn betur í þjónustu og þróun WorkPoint- umhverfisins. Ýrr telur að með því að flétta saman þekkingu á upplýs- ingatækni og upplýsingafræði þá sé verið að styðja við stjórnkerfi upplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum. Fjölbreytni skilar mestum árangri Konur skipa stórt hlutverk í dag- legum rekstri hjá Spektra. „Við erum með jafnt kynjahlutfall starfsfólks og konurnar eru jafn mikilvægur hlekkur í öllu fram- þróunar- og gæðastarfi sem unnið hefur verið undanfarin misseri,“ segir Ýrr og bætir við: „Við vinnum mjög vel saman sem teymi og styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín óháð kyni.“ Störf í upplýsingatækni eru fjölbreytt og henta öllum kynjum. Verkefnin hjá Spektra eru fjöl- breytt, skapandi og unnin í sam- vinnu við notendur, viðskiptavini og samstarfsfólk. Þá er kostur að hafa fjölbreytni í starfsmanna- hópnum þar sem gott er að fá sýn ólíkra aðila. „Það er í raun besta leiðin til að fá fram sem flestar hliðar mála til að vinna úr,“ útskýrir Ýrr. „Með samvinnu þar sem ólík sjónarmið, styrkleikar og skoðanir fá að koma fram, verða bestu lausnirnar til.“ Í fyrsta sinn í sögu Spektra varð kynjahlutfall í fyrirtækinu jafnt á síðasta ári eftir að þau réðu til sín fleiri konur með þá menntun og eiginleika sem þau voru að leita eftir. Samhliða því juku þau þjónustu Spektra, það er faghóp- inn, og komu á fót upplýsinga- og fræðslusvæði fyrir sína viðskipta- vini. „Okkur þykir mikilvægt að í öllum starfsstéttum sé jafnvægi á hlutfalli kynjanna því við erum og verðum alltaf ólík að einhverju leyti,“ segir Ýrr og leggur áherslu á að fjölbreytnin hafi nýst Spektra vel og sé eitthvað sem upplýsinga- tæknin þurfi að nýta sér. Alltaf að þróa eitthvað nýtt „Spektra er lifandi vinnustaður þar sem starfsfólk hlustar á þarfir viðskiptavina sinna og nýtir sköp- unargleði við að leita nýrra leiða til að koma til móts við þær og veita þeim góða og skilvirka þjónustu,“ segir Ýrr. Hún telur M365 líka vera lifandi vinnuumhverfi sem taki stöðugum breytingum og þróist í takti við tæknina, og nefnir bæði faghópinn og upplýsinga- og fræðslusvæði Spektra sem dæmi. „Þetta hefur reynst vel og við- skiptavinir eru mjög ánægðir. Í stuttu máli erum við alltaf að þróa eitthvað nýtt og spennandi í sam- starfi við okkar viðskiptavini. Við viljum bjóða öllum fyrir- tækjum og stofnunum að hafa samband við okkur ef þau vantar ráðgjöf og þjónustu. Svo erum við líka alltaf að leita að góðu fólki til að bætast í starfsmannahópinn hjá okkur og taka þátt í uppbyggingu Spektra og okkar lausna,“ segir Ýrr að lokum. ■ Vandaðar lausnir í stöðugri þróun Hjá Spektra starfar stór hópur kvenna sem hefur mikla þekkingu á sínu sviði og leggur sig fram við að veita góða þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI kynningarblað 9LAUGARDAGUR 9. apríl 2022 konur í upplýsingatækni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.