Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 15

Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 15
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 1716 gentium, mannasetningar byggðar á gildum sem allir menn um víða veröld ættu að geta komið sér saman um.20 Í ritinu Relectio de Indis frá 1539 útskýrir Vitoria þessar hugmyndir sínar frekar en í forgrunni voru hugleiðingar um lögmæti landvinninga Spánverja í Ameríku gagnvart þjóðum sem voru þar fyrir. Hafnaði Vitoria því að lögmæti slíkra landvinninga Spánar gæti byggt á algildum eðlisrétti í þágu Spánar eða hins kristna heims til slíkrar töku og páfinn gæti einungis falið Spáni að breiða þar út trú. Ættu þær þjóðir sem bjuggu fyrir í nýja heiminum ótvíræð réttindi óháð skorti á kristinni trú eða siðmenningu.21 Aftur á móti væru ríki þeirra og þegnar einnig hluti af stærra samfélagi mannkyns og lytu þá sem slík einnig öðrum reglum er um það giltu, þ.e. einhvers konar ius gentium. Á heldur umdeildari máta á mælikvarða nútímans tilgreindi Vitoria síðan ýmis lögmæt yfirráð Spánar í Ameríku í krafti valdbeitingar byggð á meintum brotum innfæddra gegn þeim sammannlegu reglum af meiði ius gentium, sem þá einkum fólust að hans mati í því að vilja ekki deila með öðrum sameiginlegum gæðum nýja heimsins, en í því fælist til dæmis umferðarréttur um lönd annarra, til að nýta ónumin gæði, giftast og öðlast borgararéttindi.22 Á móti kom að Vitoria taldi jafnframt að gæta bæri þó alls meðalhófs og að eðlilegt væri að tortryggni gætti í þessu sambandi en nauðsynleg valdbeiting væri því einungis lögmæt þegar um allt annað þryti. Óhætt er að segja að skrif manna á borð við Vitoria hafi ekki reynst þýðingarlaus þar sem Karl V. keisari og Spánarkonungur lagði árið 1542 bann við þrælkun hinna innfæddu í kjölfar ályktunar páfans.23 Þegar virt er framlag Vitoria þá verður að gæta að svokallaðri söguskekkju sem felur í sér að gæta verði varúðar þegar lagt er gildismat á löngu liðna tíma. Framlag hans felur í sér þá nálgun að jafnvel hinir trúlausu, er byggju yfir mannlegri skynsemi og hefðu sitt eigið siðakerfi og þjóðskipulag, áttu að njóta eðlisréttar og einhvers konar ius gentium í samskiptum þjóða. En sjálfur páfinn gæti ekki löghelgað frávik frá því þannig að Spánverjar gætu farið sínu fram að geðþótta í nýja heiminum. Á móti kom að Vitoria taldi framangreint ekki einasta fela í sér réttindi heldur einnig skyldur fyrir frumbyggjaþjóðirnar í Ameríku er byggðust í hans huga að mestu á viðteknu gildismati Evrópumanna þess tíma. Réttlætti hann þannig íhlutun og beitingu vopnavalds af hálfu Spánverja gegn meintum brotum ýmissa frumbyggja á þeim skyldum en auk þess taldi hann að heiðingjar er færu þannig fram væru ófærir um að teljast fullvalda og gætu heldur ekki háð réttlátt stríð. Má því segja að í hugmyndum Vitoria birtist í senn margt af því sem varð að því besta og því versta í vestrænni siðmenningu en ótvírætt er að hann var brautryðjandi í því að skilgreina reglur í samskiptum þjóða.24 20 Annabel Brett, „Francisco de Vitoria (1483–1546) and Francisco Suárez (1548–1617)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1087. 21 Lesaffer (n 12) bls. 318–319. 22 Brett (n 20) bls. 1088–1089. 23 Neff (n 5) bls. 118–119. 24 Anghie (n 4) bls. 13–30. Um hálfri öld á eftir Vitoria kom fram á sjónarsviðið Francisco Suárez sem sumir telja að hafi verið fyrstur til að fjalla kerfisbundið um það sem kalla mætti vísi að þjóðarétti. Suárez kenndi við Háskólann í Salamanca og var því vel að sér um verk Vitoria og Tómasar frá Akvínó en síðar flutti hann til Portúgals þar sem hann samdi ritið De legibus ac Deo legislatore árið 1612. Þar má greina aðgreiningu á milli reglna eðlisréttar og ius gentium en Suárez gekk þó mun lengra en Vitoria í því að rjúfa tengsl ius gentium við eðlisrétt. Rökstuddi Suárez það með því að það sem leiddi af eðlisrétti hlyti jafnframt að vera eðlisréttur en ekki ius gentium sem væru þá annars konar reglur. Suárez snýr þannig í raun baki við miðaldahefð kirkjunnar að nálgast þær reglur sem hlytu að gilda í samskiptum manna ólíkra þjóða, eða ius gentium, sem afleiddan eðlisrétt, en fetar í fótspor Ísidórs frá Sevilla með því að líta á eðlisrétt og ius gentium sem skýrt aðgreind réttarsvið líkt og Rómverjar gerðu. Þá markar einnig tímamót að Suárez virðist líta á ius gentium sem reglur sem gildi sérstaklega um samskipti þjóða.25 Þær reglur væru sem fyrr segir ólíkar eðlisrétti, mannasetningar sem leiddu af mannlegum vilja og frumkvæði, breytanlegar í tíma og rúmi, samskiptavenjur sem yrðu til í samskiptum þjóða í skjóli sammannlegrar þarfar til samskipta og settu ríkjum takmörk, eða því sem næst þjóðaréttur eins og við þekkjum hann nú til dags.26 En þótt Suárez hafi þannig vísast verið fyrstur til þess að fjalla um ius gentium sem regluverk í anda þess sem síðar varð réttarkerfið þjóðaréttur kom það þó í hlut annars manns á 17. öld að setja slíkar hugmyndir fram með þeim hætti að áhrifin áttu eftir að vara um aldir. Ólíkt þeim Vitoria og Suárez taldi sá fræðimaður sig ekki þurfa að fást við spurninguna um stöðu guðslaga þegar kæmi að því að setja fram þær réttarreglur sem hlytu að gilda í samskiptum ríkja. Þetta var Hollendingurinn Húgó Grótíus en staða hans í sögu þjóðaréttarins er slík að í næsta kafla verður nokkru rými varið í að rekja einstaka ævi hans og verk í samhengi við aldarfar 17. aldar í þessum efnum. Áður en vikið verður að Grótíusi og verkum hans er þó rétt að gera öðrum manni fyrst stuttlega skil, ítalska Englendingnum Gentili, sem var raunar flestum hulinn og gleymdur fram á 19. öld, en er nú almennt viðurkennt að var langt á undan sinni samtíð í umfjöllun um mikilsverð þjóðréttarleg álitaefni af ýmsu tagi. Það sem Gentili og Grótíus eiga sameiginlegt er að á þeirra tíð var þeirri hugmyndafræði að vaxa fiskur um hrygg í norðanverðri Evrópu að trú á sameiginlegt gildismat sem lykil að lausn fyrir samskipti ólíkra valdhafa væri að riðlast og á því ástandi þyrfti að finna viðunandi skýringar og lausnir.27 Alberico Gentili (1552–1608) fæddist í Páfaríkinu á Ítalíu, sem þá var öllu viðameiri valdamiðstöð og á annan veg en nú er. Gentili lærði lögfræði í Perugia þar sem hann starfaði sem borgarlögmaður. En eftir að hafa setið undir ámælum fyrir villutrú flúði hann land og settist árið 1580 að í Lundúnum og varð árið 1587 prófessor við skóla St. Johns í Oxford-háskóla. Á Englandi lét Gentili til sín taka á ýmsum sviðum og þótti afkastamikill í fræðunum en það var þó ekki fyrr en á 25 Neff (n 5) bls. 154–155. 26 Brett (n 20) bls. 1090. 27 Koskenniemi (n 4) bls. 106.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Helga Law Journal

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.