Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 25

Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 25
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 2726 Hin hagnýta þýðing þessarar meginniðurstöðu Grótíusar um eðli úthafsins sem almennings eða res communis varð meðal annars sú að meintur einkaréttur spænskra og portúgalskra yfirvalda yfir ákveðnum hafsvæðum í Austur- og Vestur-Indíum gæti ekki samrýmst eðlisrétti og að breskum stjórnvöldum væri heldur ekki stætt á því að takmarka veiðar hollenska fiskiskipaflotans við Norðursjó. Þótt deilur um þessar hugmyndir Grótíusar hafi verið algengar á meðan hann lifði varð niðurstaðan eigi að síður sú að frelsi til siglinga og hagnýtingar á auðlindum hafsins, að frátöldu mjóu belti meðfram ströndum strandríkja, varð grunnur að skipan hafréttar. Þjóðréttarvenjan um frelsi úthafsins tók að vísu nokkrum breytingum á 20. öld en hún telst þó enn grundvallarregla, sbr. 87. gr. Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1982. Þessi röksemdafærsla Grótíusar hafði því veruleg áhrif um margra alda skeið og er enn það viðmið sem hafréttur í samtímanum hverfist öðru fremur um ef svo mætti segja. Í hinum þremur bindum De Jure Belli ac Pacis frá 1625 leitast Grótíus einkum við að rökstyðja hver, hvenær og hvernig mætti beita vopnavaldi, enda var það þá helsta viðfangsefni þess þjóðaréttar sem Grótíus lagði grunninn að, að tryggja frið í samskiptum ríkja. Í fyrsta bindi þessa mikla rits er áherslan einkum á það álitaefni hvað geti talist lögmæt beiting vopnavalds auk þess sem fjallað er um fullveldi ríkja. Í öðru bindi, sem er stærst, fjallar Grótíus síðan um mismunandi efnisreglur eðlisréttar, svo sem um samninga, eignaréttindi og viðbrögð við brotum á mun ítarlegri hátt en áður hafði tíðkast. Í þriðja bindi fjallar hann loks um hvað geti talist lögmæt framganga í stríði, um lausn deilumála o.fl., þ.e. það sem snýr að ius gentium.71 Ritið var ítrekað endurútgefið eftir að það ávann sér vinsældir og þar af komu þrjár síðari útgáfur þess út á lífstíð Grótíusar. Megintilgangur Grótíusar með ritinu virðist hafa verið sá að sýna fram á það að lög æðri einstökum ríkjum giltu ávallt um upphaf, framkvæmd og lyktir styrjalda, en segja má að á þeirri vegferð hafi Grótíus sett fram það ítarlega en þó frumlega greiningu að flestir síðari tíma fræðimenn byggðu öðru fremur á ritinu hugmyndir um heildstæðan þjóðarétt.72 Nálgun Grótíusar á reglur eðlisréttar var rökfræðileg afleiðsla þar sem hann sótti mjög í smiðju til Tómasar frá Akvínó og vísast einnig til Suárez þótt hann geti hans að engu. Grótíus gætti þess vandlega að aðgreina eðlisrétt frá Guðslögum og útskýrði það sem frægt varð að jafnvel þótt engin Guð væri til þá myndi eðlisréttur standa óhaggaður.73 Líkt og Suárez aðgreindi Grótíus svo skýrlega reglur eðlisréttar frá reglum ius gentium voluntarium eins og hann nefndi þær og hafði sú greining hans mesta þýðingu fyrir þjóðarétt en síðarnefndu lagareglurnar sæktu grundvöll sinn í sammæli ríkja. Stundum væru þó viss tengsl þessara tveggja réttarheimilda, til dæmis þegar ius gentium regla útfærði reglu af meiði eðlisréttar sem gilti þá í samskiptum þjóða. En líkt og hjá öðrum fræðimönnum sem á undan fóru var enginn vafi hjá Grótíusi á því að eðlisréttur væri hin æðstu lög þar sem þau ættu við og giltu um valdahafa sem og aðra menn 71 Hill (n 36) bls. 8–9. 72 Haggenmacher (n 46) bls. 1100; Neff (n 5) bls. 159. 73 Sama heimild bls. 160. og þannig tengdi Grótíus miðaldahugsun við hinn nýja þjóðarétt.74 Næstu tvær aldirnar var þessi sýn Grótíusar á þjóðarétt í anda tvíhyggju eðlisréttar og ius gentium voluntaris helsta fyrirmyndin í nálgun annarra fræðimanna á þær reglur sem giltu í samskiptum ríkja. Skrif Grótíusar fönguðu athygli síðari tíma fræðimanna frá og með 17. öld, en ljóst er að hann höfðaði til dæmis mun fremur en fyrri tíðar menn til þess vaxandi hóps lögspekinga í Evrópu sem voru mótmælendatrúar.75 Áhrif og upphefð Grótíusar urðu gríðarleg og á meðan hann var enn á lífi voru jafnvel stofnaðar stöður prófessora við ýmsa evrópska háskóla sem voru sérstaklega kenndar við Grótíus og fræði hans.76 Aðgreining Grótíusar á eðlisrétti og öðrum þjóðarétti af meiði ius gentium varð þó síðar uppspretta afdrifaríks klofnings fræðimanna á sviði þjóðaréttar á 18. og allt fram á 19. öld í eðlisréttarmenn og „Grótíusarmenn“. Þeir fyrrgreindu fylgdu einkum útfærslu þýska lögspekingsins Samúels von Pufendorf (1632–1694) sem var sú að þjóðaréttur gæti einungis verið af meiði eðlisréttar, á meðan „Grótíusarmenn“ á borð við svissneska lögspekinginn Emmerich de Vattel (1714–1767) lögðu áherslu á tvískiptingu Grótíusar. Þegar kom fram á 19. öld varð síðari kenningaskólinn, sem þá hafði þróast í átt til afgerandi áherslu á þýðingu ius gentium sem vildarréttar, ofan á í þessari samkeppni hugmyndanna á meðan eðlisrétti hafði því sem næst verið úthýst.77 Verða það að teljast heldur kaldhæðnisleg örlög með hliðsjón af því að Grótíus lagði sjálfur í verkum sínum höfuðáherslu á afgerandi þýðingu og stöðu eðlisréttar fyrir sérhvert réttarkerfi. Hvort sem rétt er að líta á Grótíus sem helsta læriföður þjóðaréttar í samtímanum eða ekki þá hafa áhrif hans á þróun þjóðaréttarins ótvírætt verið afgerandi. Lagði hann meðal annars öðrum fremur grunn að þeim viðmiðum sem hafréttur í samtímanum byggist enn á og endurspeglast helst í grundvallarreglunni um frelsi úthafsins sem almennings (res communis). De Juri Belli ac Pacis frá 1625 er enn í dag almennt talið áhrifaríkasta verk sem skrifað hefur verið um þjóðarétt og lagði öðru fremur grunn að þjóðarétti sem sjálfstæðu réttarkerfi og fræðigrein eins og við þekkjum hann.78 Samtíðarmaður Grótíusar, Thomas Hobbes (1588–1679), er vísast kunnari í samfélagsfræðum almennt en hugmyndir hans áttu einnig eftir að hafa áhrif inn í framtíðina hvað varðar nálgun manna á lögin. En í stuttu máli þá gaf Hobbes út meistaraverk sitt Leviathan árið 1651 skömmu eftir dauða Grótíusar og átti það meðal annars eftir að hafa víðtæk áhrif á hugmyndir manna um eðlisrétt. Ólíkt 74 Sama heimild bls. 161–163. 75 Neff (n 32) bls. xxxiv. 76 Hill (n 36) bls. 15. 77 Neff (n 32) bls. xxxv. 78 Rétt er þó að halda því til haga að verk Grótíusar hafa einnig sætt gagnrýni frá upphafi. Jean-Jacque Rousseau (1712–1778), sem nánar verður vikið að síðar, taldi til dæmis eðlisréttarhugmyndir Grótíusar að miklu leyti yfirskin sem afsökuðu harðstjórn og þrælahald. Síðari tíma gagnrýni hefur m.a. beinst að því að Grótíus hafi réttlætt víðtækan rétt þjóðríkja til að hefja stríð og leggja undir sig nýlendur á grundvelli lagalegra hugmynda um landnám og eignarréttindi. Sjá Martti Kosmenniemi, „Imagining the Rule of Law: Rereading the Grotian „Tradition““ (2019) 30 EJIL bls. 17, 21.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Helga Law Journal

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.