Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 37

Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 37
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 3938 samfélagi og að það væru samfélög sem væru hreyfiafl sögulegrar þróunar. Hugmyndir Hegel um alþjóðasamskipti fólu annars í sér almenna vantrú á þýðingu þjóðaréttar í anda þess sem síðar nefndist raunhyggja og fólu ekki síst í sér andstöðu við hugmyndir Kant um að viss normatíf gildi hlytu að verða ofan á sem hugmyndafræði í samskiptum ríkja. Hegel hafði afar takmarkaða tiltrú á „alþjóðasamfélagi“ ríkja þar sem ólík fullvalda ríki hefðu einatt andstæða hagsmuni. Áhersla Hegel var einkum á ríkið sem fullvalda þjóðfélagseiningu, en í hinni stóru samfélagsgreiningu hans tilheyrðu alþjóðsamskipti ríkja hinum „hlutlæga anda“, en ríkið væri æðsta birtingarmynd hans og væri þannig æðra einstaklingunum. Ríki væru aftur á móti líkt og einstaklingar í eðli sínu ekki í fullkomnum samhljómi, ólíkt ýmsum enn æðri birtingarmyndum mannsandans, heldur væru þau margræð og með sumpart ólíka hagsmuni þannig að átök ríkja væru jafnan yfirvofandi og því sem næst óumflýjanleg. Ríki væru heldur ekki bundin af siðferðilegum gildum en hefðu frjálsan vilja til að vinna að hagsmunum sínum og þýðing þjóðaréttar sem kerfis fælist því í viðurkenningu ríkja á stöðu hvers annars í því tilliti.113 Hugmyndir Hegel sverja sig þannig ótvírætt í ætt við raunhyggjukenningar um alþjóðasamskipti og þjóðarétt og „neo-Hegelismi“ felur þannig í sér þá sýn að hugmyndin um þjóðarétt sé í raun ekki annað en lög mismunandi ríkja um samskipti þeirra við önnur ríki. Má til dæmis stundum greina nokkuð viðlíka viðhorf í hægrisinnuðum áherslum í Bandaríkjunum og í amerískri raunhyggju allt frá 19. öld. Þessar áherslur Hegel áttu einnig nokkurn hljómgrunn í svonefndri sögustefnu í anda Friedrich Carl von Savigny á 19. öld þar sem lögð var áhersla á að greina sérstakar menningarlegar hefðir og hagsmuni sérhvers ríkis fyrir sig.114 7 Gullöld vildarréttar í þjóðarétti á 19. öld — öldin þegar ius gentium aftengdist eðlisrétti Eftir frönsku byltinguna undir lok 18. aldar og síðan í kjölfarið Napóleonsstríðin funduðu sigurvegararnir í Evrópu á Vínarfundinum 1814–1815 en hvað varðar þjóðarétt var þrennt sem stóð upp úr er leið á 19. öldina. Í fyrsta lagi var þetta öld aukinnar íhaldssemi í alþjóðastjórnmálum en vaxandi frjálsræðis í viðskiptum. Í öðru lagi var það iðnbyltingin og óbilandi trú manna á framfarir í gegnum stigvaxandi tækni og vísindi. Í þriðja lagi birtist 19. öld síðan sem öld vildarréttarins í þjóðarétti, þ.e. öldin þegar eðlisréttur vék úr fyrsta sæti fyrir mannasetningum eða hér þjóðarétti ius gentium sem þótti þá vera orðið það réttarsvið sem endurspeglaði alfarið vilja ríkja í samskiptum þeirra en ekki annað. Greining á gildandi reglum þjóðaréttar byggðist þá alfarið á rannsókn og aðleiðslu að gildandi reglum út frá framkvæmd og afstöðu ríkja, en ekki röklegri afleiðslu 113 Armin von Bogdandy og Sergio Dellavalle, „Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770–1831)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press) bls. 1128–1129. 114 Lesaffer (n 12) bls. 466–469. út frá fyrirframgefnum reglum eðlisréttar. Samhliða vildarrétti voru einnig sprotar margslungnari hugmyndafræði að verða til á 19. öld sem síðar áttu eftir að setja svip sinn á þróun þjóðaréttar á 20. öld, þ.e. frjálslyndisstefna, þjóðernissinnuð sögustefna og áhersla á þjóðfélagsfræði. Áherslan á vildarrétt varð þó í nær öllu tilliti hin ríkjandi hugmyndafræði um lög almennt á 19. öld og sumir fræðimenn gengu þá svo langt að afneita með öllu tilvist eða þýðingu eðlisréttar fyrir þjóðarétt. Hugmyndafræðilegan grunn að vildarrétti er að rekja til svokallaðar framstefnu (pósitífisma) en helsti frumkvöðull hennar var Frakkinn Auguste Comte (1798–1857) sem gaf út sex binda verk 1830–1842. Kenningar hans gengu út á það að fyrrum hafi ríkt tímabil guðfræðinnar með geistlegum útskýringum á orsökum tilverunnar og síðan heimspekinnar þar sem lagt væri út frá öðrum frumforsendum líkt og í eðlisrétti, en nú væri runninn upp tími framstefnu með vísindalegum empirískum greiningum á orsakatengslum en lögfræðilegt afsprengi þessa, til dæmis á sviði þjóðaréttar, er þá vildarréttur.115 Þeir framstefnumenn á sviði lögfræði sem lengst gengu töldu að lögin yrðu einungis greind með hinum vísindalegu aðferðum í anda raunhyggju en hefði ekkert með hugleiðingar í anda rökhyggju að gera, þ.e. öllum hugmyndum um tilvist eðlisréttar bæri að kasta fyrir róða. Á meðal 19. aldar lögspekinga sem var á þessari línu og vék að nokkru að þjóðarétti var breski lögfræðingurinn John Austin (1790–1859) sem leit annars mjög til hugmynda landa síns Jeremy Bentham (1748–1832) frumkvöðuls nytjahyggjunnar. Austin gekk út frá því að lög væru sem slík jafnan kerfi fyrirmæla fullvalda valdhafa sem tryggðu eftirfylgni þeirra en ekki bara normatífar meginreglur sem leiða mætti út frá, eins og samkvæmt ætluðum eðlisrétti. Raunar taldi Austin þjóðarétt í heild sinni ekki lög í þessum skilningi þar sem eftirfylgni reglna væri ekki tryggð.116 Fæstir vildarréttarmenn á sviði þjóðaréttar gengu eins langt og Austin og töldu þjóðarétt réttarkerfi þar sem viðurlög til að tryggja framkvæmd reglna gætu birst með öðrum hætti í formi gagnaðgerða ríkja, til dæmis með riftun samninga, rofi á stjórnmálasamskiptum, þvingunaraðgerðum, eða þá ef um allt annað þraut beitingu vopnavalds.117 Til grundvallar öllum efnisreglum þjóðaréttar lægi vilji ríkja til að viðurkenna þær og þjóðaréttur væri réttarkerfi þar sem ríki settu sameiginlegar reglur fyrir sig með því að veita samþykki fyrir þeim og þær helstu viðurkenndu aðferðir sem unnu sér sess í því sambandi voru þá samningar og venjur. Áherslan færðist þá að sama skapi yfir á aðferðir við að setja eða greina lög fremur en á inntak þeirra, en eins og heimspekingurinn David Hume (1711–1776) hafði áður bent á þá er grundvallarmunur á því sem er og því sem ætti að vera, og verkefni lögfræðinga frá og með 19. öld var að reyna að fjalla um það sem væri en heimspekingar og stjórnmálin skyldu sjá um hitt.118 115 Vísi að svo framúrstefnulegum hugmyndum má þó enn fremur greina hjá 14. aldar manninum Vilhjálmi af Ockham en fékk litlar undirtektir þá og þótti villutrú, sbr. Neff (n 5) bls. 222. 116 Malcolm N. Shaw, International Law (8. útg., Cambridge University Press 2017) bls. 3. 117 Neff (n 5) bls. 231. 118 Robinson, Fergus og Gordon (n 10) bls. 250.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Helga Law Journal

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.