Helga Law Journal - 01.01.2021, Page 45

Helga Law Journal - 01.01.2021, Page 45
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 4746 Kelsen var af gyðingaættum og fæddist í Prag en fluttist ungur til Vínarborgar, höfuðborgar hins Austurríska keisaradæmis þess tíma, og lauk doktorsgráðu í lögum frá Háskólanum í Vín árið 1906. Þaðan lá leið hans til Heidelberg þar sem hann lauk doktorsgráðu hinni meiri (habilitationsschrift) og varð hann í kjölfarið dósent við Háskólann í Vín árið 1911. Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar sinnti Kelsen opinberri þjónustu fyrir herinn og dómstóla ríkisins og gaf þá jafnframt út það rit sem nefnist í enskri útgáfu frá 1920 The Problem of Sovereignty and the Theory of International Law og setur þar fyrst fram kenningu sína um hið hreina form laganna. Vegur Kelsen jókst hratt á þessum árum, en árið 1919 kom hann að vinnu við gerð stjórnarskrár fyrir hið nýja lýðveldi Austurríkis frá 1920, þar sem gert var ráð fyrir sérstökum stjórnskipunardómstól þar sem Kelsen sjálfur tók sæti, samhliða því að hann varð einnig prófessor við Háskólann í Vín árið 1919.135 Mál þróuðust síðan þannig að árið 1927 olli dómur stjórnskipunardómstólsins í máli sem varðaði lögmæti hjónabands fráskilinna ólgu á meðal íhaldssamra kaþólskra íbúa landsins og var dómhúsið meðal annars brennt til grunna. Var þá ráðist í stjórnarskrárbreytingar þar sem dómstóllinn var leystur upp og var Kelsen meðal annars gerður að blóraböggli vegna þessa.136 Um 1930 fór einnig að bera meira á gyðingaandúð í Vínarborg sem leiddi til þess að Kelsen tók boði um að flytja sig yfir til Háskólans í Köln þar sem hann sinnti einkum þjóðarétti og réttarheimspeki. Eftir að Hitler komst svo til valda í Þýskalandi árið 1933 var Kelsen ekki lengur vært í Köln og flutti til Genfar þar sem hann sinnti fræðastörfum og kennslu, sem og um tíma í Prag, en frá Genf fór hann síðan til Bandaríkjanna árið 1940, en Kelsen hafði verið gerður að heiðursdoktor við lagaskólann í Harvard árið 1933. Kominn til Bandaríkjanna hélt Kelsen fyrirlestra um þjóðarétt í Harvard árið 1941 og batt þá að því að er sagt er vonir við það að geta haslað sér völl þar en sú varð þó ekki raunin. Kelsen flutti sig þá yfir á vesturströndina og hóf frá árinu 1942 rannsóknir og kennslu við Kaliforníuháskóla í Berkeley, þar sem hann varð prófessor árið 1945 og starfaði þar til hann lét af störfum 1951, þá sjötugur að aldri, en Kelsen lést í hárri elli 1973.137 Segja má að rannsóknir Kelsen á sérstakri þýðingu þjóðaréttar í hinni stærri mynd lögfræðinnar hafi hafist fyrir alvöru eftir að hann fer til Kölnar árið 1930 og fara svo vaxandi eftir að hann flyst til Genfar samfara því að hann fer að huga að álitaefnum er varða alþjóðastofnanir, alþjóðadómstóla og varðveislu friðar á alþjóðavísu. Beinast skrif hans á þessum árum mjög að gagnrýni á Þjóðabandalagið og fyrirkomulag þess og leggur grunninn að þeim viðfangsefnum sem síðar urðu hans helstu sérsvið, sem eru annars vegar Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) en hins vegar álitamál sem vörðuðu stöðu og ábyrgð einstaklinga að þjóðarétti í tengslum við alþjóðaglæpi. En Kelsen var undir lok heimsstyrjaldarinnar 1945 fenginn til ráðgjafar við nefnd Sameinuðu þjóðanna um stríðsglæpi. Allt frá 1944 hóf Kelsen síðan að birta af kappi rannsóknir sínar 135 Sama heimild bls. 1168. 136 Neff (n 5) bls. 367. 137 Fassbender (n 134) bls. 1168–1169. tengdar sáttmála Sameinuðu þjóðanna og hinni nýju alþjóðastofnun og skapaði sér fljótlega nafn sem einn helsti sérfræðingur heims um rétt Sameinuðu þjóðanna er náði hámarki 1950 með útgáfu hins mikla rits The Law of the United Nations: A Critical Analysis of Its Fundamental Problems. Kelsen þótti gagnrýninn á hversu innbyrðis ósamkvæmur sáttmáli Sameinuðu þjóðanna væri þar honum þótti pólitík yfirgnæfa lögfræðina.138 Það sem öðru fremur einkenndi nálgun Vínarskólans voru normatífar og því sem næst dogmatískar áherslur á eðli laga sem safn reglna sem þeim sem undir þær væru settar bæri skylda til að fara eftir að viðlögðum viðurlögum af hálfu þess sem væri þar til bær ef út af brygði. Um það klassíska álitaefni hvað gæti þá með réttu verið uppspretta slíks valdboðs hafnaði Kelsen hvers lags frumspeki á borð við eðlisrétt, en lét þó heldur ekki við það sitja að útskýra lögin og þá einnig þjóðarétt sérstaklega einungis sem afurð af sammæli ríkja um reglurnar. Hugmynd Kelsen var sú að rekja þyrfti vísindalega stig af stigi þessa keðju valdboðs á bak við öll lög þar til komið væri að óumflýjanlegum endimörkum þar sem væri hin eina sanna grunnregla á bak við allar hinar reglurnar eða grundvallarnormið (grundnorm). Að mati Kelsen sem var vildarréttarmaður fól grundvallarnormið þó ekki í sér efnisreglu heldur áskilnað um það að greina hlutlægt aðferðina á bak við það vald sem lægi setningu laga til grundvallar. En innan Vínarskólans skiptust menn svo í flokka eftir því hvað þeir töldu greininguna hafa leitt í ljós að væri grundvallarnormið. Kelsen taldi það liggja í þeim ferlum sem lægju venjurétti til grundvallar, en æðstir væru þá þeir ferlar til myndunar venjuréttar sem giltu einnig í samskiptum ríkja, eða eins og hann sagði: „Þetta er grundvallarreglan um að við ættum að haga okkur á þann hátt sem þorri manna hefur almennt gert um langa hríð“, eða í þjóðarétti að „þjóðaréttarvenja væri réttarskapandi staðreynd“.139 Þótt nálgun Kelsen teljist til vildarréttar er áherslan þó einkum á að greina eðli laga fremur en aðferð. Það sem líka einkennir Vínarskólann er sterk áhersla á að lögfræði séu sérstök vísindi sem þyrftu ekki að sækja þekkingu út fyrir sviðið til heimspeki, sögu, hagfræði eða stjórnmálafræði og af þeim sökum eru kenningar Kelsen kenndar við hina hreinu kenningu um lögin. Áhrif Kelsen á síðari tíma fræðimenn á sviði þjóðaréttar voru nokkur og þó svo að hann hafi ótvírætt verið vildarréttarmaður hafði hann engu að síður þá skýru sýn að friðsamur heimur sem lyti skynsamlegri stjórn laga og réttar væri helsta markmið í sjálfu sér.140 Ólíkt mörgum vildarréttarmönnum taldi Kelsen að vald laganna stafaði í grunninn ekki beinlínis frá ríkjum heldur væri fullveldi ríkja fremur takmörk sett af þjóðarétti. Kelsen var eineðlissinni þegar kom að tengslum þjóðaréttar og landsréttar og 138 Sama heimild bls. 1170. 139 Vera má að Kelsen hafi ekki verið allskostar sannfærður um þessa niðurstöðu sína en hann virtist þó algerlega vera sannfærður um það að lögvísindi hlytu að snúast um það að leita að svarinu við þessari lykilspurningu. Geta ber þess að sá kunni þjóðréttarfræðingur og lengstum alþjóðadómari Anzilotti taldi grundvallarnormið að baki laga fremur vera grundvallarregluna um pacta sunt servanda. Neff (n 5) bls. 369. 140 Fassbender (n 134) bls. 1171–1172.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Helga Law Journal

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.