Andvari - 01.01.2013, Page 7
Frá ritstjóra
Þetta ár hefur ekki verið tíðindaminna í þjóðmálum en árið á undan. í þing-
kosningum í vor höfnuðu kjósendur með skýrum hætti vinstri stjórninni sem
tók við eftir hrunið. Henni hafði ekki, þrátt fyrir góða viðleitni, tekist að
vinna tiltrú þjóðarinnar í glímu við óvenjulega og tröllaukna erfiðleika, - en
hverjum hefði tekist það?
Stjórnarandstöðuflokkarnir, einkum Framsóknarflokkurinn, hlutu brautar-
gengi. Sá síðarnefndi í fyrsta lagi vegna þess að hann hafði einn flokka af-
dráttarlaust hafnað Icesave-samningunum, en dómsniðurstaða um þá varð
okkur í vil, og svo vegna þess að hann bauð upp á endurgreiðslu til skuldara
án þess að það þyrfti neitt að kosta þjóðarbúið, nú skyldi nota fé „hrægamm-
anna“ sem stundum eru nefndir svo, til að bæta skuldunautum skaða sinn.
Enn er vandséð þegar þetta er ritað, hvernig við það loforð verður staðið. Þyki
mönnum sem það gangi ekki eftir mun með skjótum hætti fjara undan ríkis-
stjórninni. Við lifum á tíð hinna völtu valdastóla. Þolinmæði almennings er
í lágmarki og óraunsæjar óskir um að snúa aftur til þensluáranna vaka yfir
sviðinu. Sumir spá nýju hruni, aðrir benda á það sem áunnist hefur og að
hægt og markvisst stefni í rétta átt. Við skulum vona að það viðhorf sýni sig
að vera á rökum reist.
Þegar þetta er ritað beinist athyglin mest að heilbrigðismálum og gríðar-
legum vanda spítalanna. Ungir læknar fást ekki til að koma heim eftir nám
í útlöndum, vilja fremur vera þar sem kjör og aðstæður eru betri. Aður var á
orði haft að ungt fólk sem íslenskt þjóðfélag kostaði til mennta hefði siðferði-
lega skyldu til að vinna þjóð sinni. Slíkt viðhorf gildir víst ekki lengur. Við
lifum á alþjóðlegum vinnumarkaði, fólk hreyfir sig landa á milli og sjálfsagt
þykir að baka sig við þann eldinn sem best brennur hverju sinni án tillits til
„þjóðlegrar“ hollustu.
*
Það er áhyggjuefni hversu sú opinbera umræða sem nú fer fram í vefmiðlum
á netinu er hörð, ómálaefnaleg og á tíðum ruddafengin. Sýnir sig að margir