Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 8

Andvari - 01.01.2013, Side 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI eru ófærir um að halda uppi sómasamlegum skoðanaskiptum. Mætti ætla að þessu fólki hafi aldrei verið kennt að standa fyrir máli sínu. Andmælum er mætt með persónulegum hrakyrðum og jafnvel svívirðingum sem leiðir til þess að sæmilegt fólk hlífist við að ganga út á þennan vígvöll. Hér kemur til þjóðfélagseinkenni sem gengur þvert á þá fjölhyggju sem gjarnan er talin einkenna gott nútímasamfélag og felst í umburðarlyndi með ólíkum skoðun- um. í reynd er ein skoðun, „rétthugsun“, lögboðin hverju sinni, og stranglega bannað að láta í ljósi viðhorf sem fara í bág við hana. Um þetta ritaði Vésteinn Olason, fyrrverandi forstöðumaður Arnastofnunar, stutta og markvissa grein í Fréttablaðið 19. september 2013. Hún nefnist „Frelsi - til að banna?“ Má gjarnan taka hana upp í heilu lagi hér: Á undanförnum árum og á undraskömmum tíma hefur mikill árangur náðst í baráttu fyrir réttindum ýmissa minnhlutahópa og annarra sem búið hafa við misrétti af ýmsu tagi. Fullnaðarsigur vinnst varla í slíkum málum en stór skref hafa verið stigin í réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra sem vilja skilgreina kynferði sitt á annan hátt en hinn algengasta. Þótt tölur um launamisrétti sýni að enn vantar á jafnrétti kynjanna hefur þó fjölmargt áunnist, og eitt af því er að hvers konar kynferðislegt ofbeldi, sem einkum hefur bitnað á konum, hefur verið dregið fram í dagsljósið og fordæmt. Þessu er sjálfsagt að fagna. Það skýtur skökku við þegar ýmsir þeirra sem vasklega hafa barist í slíkum málum telja eðlilegt að nota nýfengið frelsi til að banna eða reyna að hindra tjáningar- og samskiptafrelsi þeirra sem ekki hugsa á sama hátt og þeir sjálfir eða hafa einhvern tíma brotið gegn þeim siðareglum sem við viljum hafa í hávegum. Reynt er að banna tjáningu þeirrar hugsunar sem ekki er „rétt“ eða frá „réttum“ komin. Þessir vonandi litlu en ekki áhrifalausu hópar vilja t.d. banna biskupi þjóðkirkjunnar að tala við aðra kristna menn ef þeir eru enn fastir í gömlum hugsunarhætti, halda fram skoðunum sem barist hefur verið gegn með árangri. Enginn getur þó efast um að orð biskups muni einkennast af góðvild og viðsýni. Svo vilja menn banna reyndum stjórnmálamanni og góðum kennara að miðla stúdentum af mikilvægri reynslu sinni í stjórnmálum vegna fortíðar sem er kennsluefninu öldungis ótengd. Varðstaða um „rétthugsun" er ranghverfa baráttu fyrir réttlæti. „Ranghugsun“ á að mæta með rökræðu en ekki banni. Þar sem frjáls hugsun á að ríkja er hættulegt að beygja sig fyrir kröfunni um hina réttu hugsun. Réttlæting undanlátsseminnar kallar fram moðreyk eins og dæmin sanna. í þessari grein Vésteins Ólasonar er vikið að tveimur málum sem í hámæli komust síðsumars. Annað varðaði þrýsting sem settur var á Agnesi M. Sigurðardóttur biskup íslands að hún skyldi bregða loforði um að ávarpa trúarhátíð í Reykjavík, af því að aðalræðumaðurinn, amerískur prédikari, væri kunnur að andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra. Ættu menn þó að vita að þetta mál er mjög umdeilt meðal kristins fólks. Nýlega urðu harðvítug átök um málið í Frakklandi. Það má auðvitað kenna við „gamlan hugsunar- hátt“ að samþykkja ekki fyrirvaralaust að kirkjunni sé skylt að vígja sam- kynhneigt fólk í hjónaband. En kirkjan byggir á gamalli hefð, það er hennar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.