Andvari - 01.01.2013, Side 16
14
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
son forseti sameinaðs Alþingis lýsti yfir gildistöku stjórnarskrár Lýð-
veldisins Islands og forsetakjör fór fram. Sveinn Björnsson, nýkjörinn
forseti íslands, flutti síðan ávarp. Að þingfundi loknum fluttu erlendir
fulltrúar ávörp, og Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra flutti ýmsar
erlendar kveðjur. Að athöfninni að Lögbergi lokinni var ríkisráðsfund-
ur í Konungshúsi á Þingvöllum, en þar voru staðfest lög um þjóðfána og
skjaldarmerki Lýðveldisins íslands. Síðdegis var samkoma á völlunum,
en í þeirri dagskrá kvaddi forsætisráðherra sér hljóðs og las skeyti sem
að óvörum hafði borist frá Kristjáni X Danakonungi.
Vilhjálmur Þór var 43 ára að aldri þegar utanþingsstjórnin tók til starfa
hinn 16. desember 1942. Dr. Björn Þórðarson forsætisráðherra hefur
skýrt frá því að Sveinn Björnsson ríkisstjóri hafi í byrjun ætlað að hafa
aðeins þrjá ráðherra, og valið sjálfur þá Vilhjálm Þór og Björn Ólafsson
með dr. Birni. Síðan hafi orðið samkomulag með þeim að leita einnig
til Einars Arnórssonar og Jóhanns Sæmundssonar. Forsætisráðherrann
dr. Björn Þórðarson var 63 ára, hafði víðtæka reynslu úr stjórnsýslu-
og dómstörfum og sem ríkissáttasemjari. Dr. Björn fór á tímabilum
einnig með ýmsa aðra málaflokka í stjórninni. Einar Arnórsson dóms-
málaráðherra var 62 ára. Hann hafði verið hæstaréttardómari, prófessor
í lögum og ráðherra íslands. Eins og forsætisráðherra var hann einnig
kunnur fyrir sagnfræðileg rit. Björn Ólafsson fjármála- og viðskipta-
ráðherra var 47 ára gamall. Hann var stórkaupmaður og iðnrekandi í
Reykjavík. Dr. Jóhann Sæmundsson var 37 ára að aldri og starfaði sem
félagsmálaráðherra framan af tíma utanþingsstjórnarinnar. Hann var
prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum.
I ríkisstjórninni fór Vilhjálmur Þór með utanríkismál og atvinnumál.
I báðum þessum málaflokkum voru ýmis mikilvægustu mál þjóðarinnar
á þessum tíma. Island sóttist eftir viðurkenningu erlendra ríkja sem
sjálfstætt lýðveldi. Utanríkisþjónusta var mótuð og skipulögð. Landið
var setið þúsundum erlendra hermanna og heimsstyrjöldin geisaði allt í
kring, meðal annars á höfunum umhverfis landið. Innanlands stóð yfir
lífskjarabylting með stórkostlegum atvinnuumsvifum hernámsliðsins
og alhliða röskun, miklum mannflutningum úr dreifbýli til þéttbýlis
og hömlulítilli verðbólgu. íslenskir fiskimenn og farmenn lögðu sig í
mikla hættu öll stríðsárin við veiðar og siglingu, ekki síst til Bretlands
með afla, og guldu margir með lífi sínu.
Sérstaða ríkisstjórnar dr. Björns Þórðarsonar var sú að Sveinn
Björnsson ríkisstjóri hafði skipað hana á eigin spýtur vegna þráteflis