Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 16

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 16
14 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI son forseti sameinaðs Alþingis lýsti yfir gildistöku stjórnarskrár Lýð- veldisins Islands og forsetakjör fór fram. Sveinn Björnsson, nýkjörinn forseti íslands, flutti síðan ávarp. Að þingfundi loknum fluttu erlendir fulltrúar ávörp, og Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra flutti ýmsar erlendar kveðjur. Að athöfninni að Lögbergi lokinni var ríkisráðsfund- ur í Konungshúsi á Þingvöllum, en þar voru staðfest lög um þjóðfána og skjaldarmerki Lýðveldisins íslands. Síðdegis var samkoma á völlunum, en í þeirri dagskrá kvaddi forsætisráðherra sér hljóðs og las skeyti sem að óvörum hafði borist frá Kristjáni X Danakonungi. Vilhjálmur Þór var 43 ára að aldri þegar utanþingsstjórnin tók til starfa hinn 16. desember 1942. Dr. Björn Þórðarson forsætisráðherra hefur skýrt frá því að Sveinn Björnsson ríkisstjóri hafi í byrjun ætlað að hafa aðeins þrjá ráðherra, og valið sjálfur þá Vilhjálm Þór og Björn Ólafsson með dr. Birni. Síðan hafi orðið samkomulag með þeim að leita einnig til Einars Arnórssonar og Jóhanns Sæmundssonar. Forsætisráðherrann dr. Björn Þórðarson var 63 ára, hafði víðtæka reynslu úr stjórnsýslu- og dómstörfum og sem ríkissáttasemjari. Dr. Björn fór á tímabilum einnig með ýmsa aðra málaflokka í stjórninni. Einar Arnórsson dóms- málaráðherra var 62 ára. Hann hafði verið hæstaréttardómari, prófessor í lögum og ráðherra íslands. Eins og forsætisráðherra var hann einnig kunnur fyrir sagnfræðileg rit. Björn Ólafsson fjármála- og viðskipta- ráðherra var 47 ára gamall. Hann var stórkaupmaður og iðnrekandi í Reykjavík. Dr. Jóhann Sæmundsson var 37 ára að aldri og starfaði sem félagsmálaráðherra framan af tíma utanþingsstjórnarinnar. Hann var prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum. I ríkisstjórninni fór Vilhjálmur Þór með utanríkismál og atvinnumál. I báðum þessum málaflokkum voru ýmis mikilvægustu mál þjóðarinnar á þessum tíma. Island sóttist eftir viðurkenningu erlendra ríkja sem sjálfstætt lýðveldi. Utanríkisþjónusta var mótuð og skipulögð. Landið var setið þúsundum erlendra hermanna og heimsstyrjöldin geisaði allt í kring, meðal annars á höfunum umhverfis landið. Innanlands stóð yfir lífskjarabylting með stórkostlegum atvinnuumsvifum hernámsliðsins og alhliða röskun, miklum mannflutningum úr dreifbýli til þéttbýlis og hömlulítilli verðbólgu. íslenskir fiskimenn og farmenn lögðu sig í mikla hættu öll stríðsárin við veiðar og siglingu, ekki síst til Bretlands með afla, og guldu margir með lífi sínu. Sérstaða ríkisstjórnar dr. Björns Þórðarsonar var sú að Sveinn Björnsson ríkisstjóri hafði skipað hana á eigin spýtur vegna þráteflis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.