Andvari - 01.01.2013, Page 26
24
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
kaupmaðurinn einhverju sinni sagt við Vilhjálm: „Hér er verið að grafa
gröf kaupmannanna á Akureyri“. Vilhjálmur svaraði: „Ekki þarf svo að
vera. Það ætti að vera nóg rúm fyrir báða til að veita fólkinu góða versl-
unarþjónustu“. Þetta tilsvar geymir lykilorð um afstöðu Vilhjálms Þór.
Hann vildi enga útilokun eða einokun heldur virka og opna samkeppni
þar sem allir aðilar hefðu eitthvert rými og svigrúm til að veita fólkinu
þjónustu. En hann hafði ekki á móti því að menn reyndu með sér.
Með árunum fjölgaði útibúum KEA um allan Eyjafjörð, og á
Akureyri opnaði félagið hverfaverslanir. Elsta útibúið var á Dalvík en
þar var frá upphafi unnið að slátrun og kjötsölu. Vilhjálmur Þór sýndi
fljótt mikinn skilning á því einkenni íslensks samvinnurekstrar að hann
var blandaður og samsettur úr mörgum þáttum og náði bæði til fram-
leiðenda og neytenda. Aðstæður hérlendis voru ólíkar því sem víða var
erlendis að því leyti að hér var nauðsynlegt að leggja allt í einn sam-
eiginlegan sjóð og sameiginlega stefnu fyrir byggðarlögin, jafnt í land-
búnaði, afurðavinnslu, verslun, útvegi, fiskverkun, iðnaði, vöruútvegun,
flutningum, útflutningi og félagsmála- og fræðslustarfi. Hér var mikið
undir því komið að almennir neytendur fyndu vel til sín í félagi með
framleiðendum. Svo vel hafði verið vandað til félagsins, fjárhags þess,
innviða og félagskerfis, af hálfu Vilhjálms og samstarfsmanna hans að
KEA gat tekið á móti heimskreppunni og haldið uppbyggingu áfram á
kreppuárunum. Og kunnugt var sumum að Vilhjálmur vék stuðningi að
fátækum fyrir helstu hátíðir en lét það fara hljótt. En hann lét stundum
hart koma á móti hörðu í kjarasamningum og samskiptum við laun-
þegafélögin.
Hérna var sá skóli lífsins sem mótaði Vilhjálm Þór umfram annað,
og hérna voru átökin og árangurinn sem blésu honum vaxandi kjarki
og metnaði í brjóst. Ríkisstjórnin skipaði Vilhjálm formann sérstakrar
bjargráðanefndar eftir jarðskjálftana miklu á Dalvík árið 1934. Arið
1936 tók hann fyrst sæti í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga,
en KEA var jafnan ráðandi og leiðandi aðildarfélag Sambandsins og
langfremst í fylkingu íslenskra samvinnufélaga alla tíð.
Alls staðar einkenndist aðild Vilhjálms Þór af snerpu og frum-
kvæði, heppni og snilld. Hann var meðal stofnenda og fyrsti formaður
Flugfélags Akureyrar 1937, en það varð að Flugfélagi Islands árið
1940. Hann var bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn
1934 til 1939. Hann var á árunum 1930-1938 formaður undirbún-
ings- og byggingarnefndar Kristnesshælis og síðan í stjórn þess og á