Andvari - 01.01.2013, Page 29
andvari
VILHJÁLMUR ÞÓR
27
stjórninni. Meðal annars var hann skipaður formaður samninganefndar
íslands við Bandaríkin 1941 og þurfti í þeirri stöðu að dveljast vestan-
hafs frá síðsumri til ársloka það ár. Þá náðu íslendingar þeim árangri,
með samningi sem fékk endanlega mynd 27. júní 1942, að tryggt var
að allur útflutningur íslendinga til Bretlands til stríðsloka yrði greiddur
í Bandaríkjadölum. Ástæða er til að minnast þessa merkilega afreks.
Meðan Vilhjálmur gegndi stöðu bankastjóra var Landsbankanum
endanlega falið að annast seðlaútgáfu á íslandi. Afgreiðsluaðstaða og
húsnæði aðalstöðva bankans var aukið. Mjög miklar og ófyrirséðar
breytingar urðu á gjaldeyrisstöðu og stríðsgróði flæddi inn í landið.
Á miðju ári 1940 var gengi Sterlingspunds og Bandaríkjadals fest.
Óhjákvæmilegt þótti að gera sérstakt loftvarnabyrgi við aðalstöðvar
bankans í Reykjavík og gripið var til aðgerða til að tryggja öryggi
skjalasafns bankans. Hagfræðideild var stofnuð við bankann 1942.
Kaupþing Landsbanka íslands var opnað í árslok. Mjög mikil átök
stóðu á vinnumarkaði árið 1942, sett voru gerðardómslög um launamál
vegna hernámsins en þau voru í reynd brotin á bak aftur í miklum svo-
nefndum skæruhernaði verkalýðsfélaganna.
Að loknum ráðherrastörfum 1944 hélt Vilhjálmur aftur til fyrri starfa
sem bankastjóri í Landsbanka íslands. Gegndi hann þeim til ársloka
1945. Landsbankinn var sem fyrr í senn almennur viðskiptabanki og
bauð einnig þjónustu fjárfestingarbanka. En Landsbankinn var um leið
seðlabanki og miðbanki íslands, með margháttuð verkefni á vegum
ríkisstjórnarinnar, erlend lánamál og erlenda viðskipta- og fjármála-
samninga fyrir hönd ríkisins. Verkefni Landsbankans voru með sama
hætti sem fyrr, en lýðveldisstofnun, samskipti við erlend ríki, stríðslok
og breytingar á umsvifum erlends hers í landinu höfðu vitanlega mjög
mikil áhrif á öll störf stjórnenda bankans. Auk þess urðu þeir stöðugt
að vaka yfir fjármálastraumum í hagsveiflunni, yfir verðbólgu, streitu
á vinnumarkaði og síðast en ekki síst yfir málefnum sjávarútvegsins.
Ríkisbankahlutverkin jukust verulega að mikilvægi.
Hér verður gripið stuttlega fram fyrir í þessari frásögu. Frá því er að
segja að veturinn 1949 til 1950 var sleitulítil stjórnarkreppa á íslandi.
Ríkisstjórn þriggja flokka undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar
formanns Alþýðuflokksins fór frá völdum í desemberbyrjun 1949.
Þá tók við minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins undir forsæti Ólafs
Thors. Hvorki gekk né rak um myndun meirihluta á Alþingi en brýn
efnahags- og atvinnumál biðu úrlausnar. Hinn 7. mars 1950 leitaði