Andvari - 01.01.2013, Page 31
ANDVARI
VILHJÁLMUR ÞÓR
29
og einkaverslunarinnar, en einkafyrirtækin reyndu að slá bökum saman
við þessar aðstæður.
Haftakerfið hófst sem neyðarviðbragð við verndarstefnu viðskipta-
þjóðanna í heimskreppunni og við afleiðingum Spánarstríðsins. Þegar
leið á fjórða áratuginn bættist róttæk skipulagshyggja við. Heims-
styrjöldin kom síðan eins og olía á eld, og er það gömul saga og ný
að höft reisa varnarkerfi fyrir sjálf sig og lifa miklu lengur en nokkur
kýs. Strax að ófriði loknum var stríðsgróðanum eytt með hraði, og
enda þótt umsvif Bandaríkjahers væru mikil brast á með afturkipp
í atvinnumálum. En það varð hlutverk samvinnuhreyfingarinnar að
halda uppi þeirri samkeppni sem þó varð um að ræða undir ægishjálmi
haftakerfisins sem ríkisvaldið stýrði.
Varla þarf að orðlengja hvílík spillingaráhrif þetta kerfi hafði og hve
það skekkti allar rekstrar-, stjórnunar- og viðskiptaaðstæður í landinu.
Hér viðgengust að auki margs konar einkasölur ríkisins og flóknar
hömlur á verðlagi, neyslu og fjárfestingu. í haftakerfinu blönduðust
flokkastjórnmál og viðskiptastarfsemi óhjákvæmilega saman, öllum til
hnjóðs og tjóns. Hefur lengi eimt eftir af þessum ósiðum. Hugmyndir
almennings um umboð og afskipti stjórnmálamanna rammskekktust og
allt þjóðlífið varð gegnsýrt fráleitri og grályndri flokkapólitík. Og það
var eftir öðru að bankarnir voru í ríkiseigu og stjórnir þeirra pólitískt
skipaðar.
Vilhjálmur Þór hefur látið hafa eftir sér að þetta kerfi féll honum
engan veginn í geð. Hann tók það oft fram að honum félli vel að
ólík rekstrarform ættust við í opinni samkeppni í frjálsu atvinnulífi.
Haftakerfið olli því að samvinnuhreyfingin varð eina samkeppnis- og
mótvægisaflið á markaðinum. Auðvitað var hver sem annar í þessu, og
ekki var Vilhjálmur Þór óðfús að láta hlut sinn í togstreitunni um bitana
af haftaborðinu.
✓
Ekki verða hér rakin tildrög eða saga samvinnurekstrar á Islandi.
Minnt skal á að verslunarsamtök voru hluti þjóðfrelsisbaráttu og þjóð-
vakningar íslendinga. Úti um byggðir landsins var ekki um markað að
ræða enda hafði þjóðin búið mest við sjálfsnægtabúskap, vöruskipti og
minniháttar pöntunarútvegun. Hér voru því markaðsbrestir og engar
aðstæður til sjóðsmyndunar nema með almennum samtökum, en útibú
danskra og setur íslenskra kaupmanna voru alls staðar ofurefli bónda
eða alþýðumanni við að eiga. Við slíkar aðstæður sprettur samvinnu-
starfið upp úr jarðveginum eins og lífsþörfin kallar og boðar, svo að