Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 31

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 31
ANDVARI VILHJÁLMUR ÞÓR 29 og einkaverslunarinnar, en einkafyrirtækin reyndu að slá bökum saman við þessar aðstæður. Haftakerfið hófst sem neyðarviðbragð við verndarstefnu viðskipta- þjóðanna í heimskreppunni og við afleiðingum Spánarstríðsins. Þegar leið á fjórða áratuginn bættist róttæk skipulagshyggja við. Heims- styrjöldin kom síðan eins og olía á eld, og er það gömul saga og ný að höft reisa varnarkerfi fyrir sjálf sig og lifa miklu lengur en nokkur kýs. Strax að ófriði loknum var stríðsgróðanum eytt með hraði, og enda þótt umsvif Bandaríkjahers væru mikil brast á með afturkipp í atvinnumálum. En það varð hlutverk samvinnuhreyfingarinnar að halda uppi þeirri samkeppni sem þó varð um að ræða undir ægishjálmi haftakerfisins sem ríkisvaldið stýrði. Varla þarf að orðlengja hvílík spillingaráhrif þetta kerfi hafði og hve það skekkti allar rekstrar-, stjórnunar- og viðskiptaaðstæður í landinu. Hér viðgengust að auki margs konar einkasölur ríkisins og flóknar hömlur á verðlagi, neyslu og fjárfestingu. í haftakerfinu blönduðust flokkastjórnmál og viðskiptastarfsemi óhjákvæmilega saman, öllum til hnjóðs og tjóns. Hefur lengi eimt eftir af þessum ósiðum. Hugmyndir almennings um umboð og afskipti stjórnmálamanna rammskekktust og allt þjóðlífið varð gegnsýrt fráleitri og grályndri flokkapólitík. Og það var eftir öðru að bankarnir voru í ríkiseigu og stjórnir þeirra pólitískt skipaðar. Vilhjálmur Þór hefur látið hafa eftir sér að þetta kerfi féll honum engan veginn í geð. Hann tók það oft fram að honum félli vel að ólík rekstrarform ættust við í opinni samkeppni í frjálsu atvinnulífi. Haftakerfið olli því að samvinnuhreyfingin varð eina samkeppnis- og mótvægisaflið á markaðinum. Auðvitað var hver sem annar í þessu, og ekki var Vilhjálmur Þór óðfús að láta hlut sinn í togstreitunni um bitana af haftaborðinu. ✓ Ekki verða hér rakin tildrög eða saga samvinnurekstrar á Islandi. Minnt skal á að verslunarsamtök voru hluti þjóðfrelsisbaráttu og þjóð- vakningar íslendinga. Úti um byggðir landsins var ekki um markað að ræða enda hafði þjóðin búið mest við sjálfsnægtabúskap, vöruskipti og minniháttar pöntunarútvegun. Hér voru því markaðsbrestir og engar aðstæður til sjóðsmyndunar nema með almennum samtökum, en útibú danskra og setur íslenskra kaupmanna voru alls staðar ofurefli bónda eða alþýðumanni við að eiga. Við slíkar aðstæður sprettur samvinnu- starfið upp úr jarðveginum eins og lífsþörfin kallar og boðar, svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.