Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 40

Andvari - 01.01.2013, Page 40
38 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI ábyrgð enda þótt hann hefði ekki einu sinni vitað af þeirri saknæmu vanrækslu að málið var ekki gert upp innan frests eða leitað gjald- eyrisleyfis. Engu að síður hlaut hann af þessu álitshnekki sem varð honum miklu þyngri refsing en sú einfalda sekt sem við lá að lögum. Hlaut hann meðal annars að taka sér hlé frá bankastjórastörfum um hríð meðan rannsókn stóð yfir. Almennar umræður og fjölmiðlafár um olíumálið snerust mest um spillingu, hermang, forréttindi og stjórn- málatengsl, en ekki var virt að málið tengdist Vilhjálmi Þór engan veginn að öðru leyti. Halldóra B. Björnsson skáldkona skrifaði um þjóðsögur sem tengj- ast Litla-Sandi og Mið-Sandi í Hvalfirði þar sem Olíustöðin stóð. Samkvæmt sögnum hafði hrakin ekkja mælt svo um og lagt það á að enginn sæti jörðina þarna lengur en áratug án verstu áfalla. Þetta væri „dulin landsskuld“ eftir „álagadóm og áhrinsorð ekkjunnar“. Halldóra lætur í það skína að þetta hafi gengið eftir er olíumálið kom upp. Þess er og að minnast að olíumálið stendur yfir á svipuðum tíma sem yfirvöldin reyndu að hnýsast í skattamál Halldórs Kiljans Laxness og ritlaun sem hann hafði fengið fyrir útgáfu á Sjálfstæðu fólki í Vesturheimi. Við og við var reyndar talað opinberlega um einkareikninga íslenskra athafna- manna í bönkum erlendis og er til dæmis vikið að slíku í nýlegu riti um þjóðkunna fjölskyldu. Olíumálið varð lengi tilefni mikilla árása á samvinnuhreyfinguna. Margir samvinnumenn tóku þetta einnig nærri sér og töldu staðfestingu á því að hreyfinguna hefði borið af leið undir auðvaldsmerkjum. Margir gerðu sér mat úr olíumálinu á kostnað Vilhjálms Þór. Vantaði þá ekki háð, útúrsnúninga eða rangfærslur. Kunn varð staka sem alþingismaður í Sjálfstæðisflokknum hafði kveðið þegar Vilhjálmur hélt til starfa við Alþjóðabankann: Vilhjálmur hlýtur vegleg laun, valinn til æðstu ráða, en Haukur er látinn á Litla-Hraun: lagður inn fyrir báða. Ekki verður lítið gert úr eftirlitsskyldu stjórnarmanna og síst úr lög- formlegri eftirfylgjuskyldu stjórnarformanns sem áritar ákvarðanir, en olíumálið er einstakt að því leyti að yfirleitt hefur ekki verið gerð gang- skör að því að krefja stjórnarmenn reikningsskapar. Hlutur Vilhjálms Þór virðist fremur formleg ábyrgð en eiginleg sök. Svo sem áður er sagt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.