Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 54

Andvari - 01.01.2013, Page 54
52 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI sjónir, maður laus við allar vífilengjur ... fremur þurr á manninn, en birti strax yfir honum þegar ég kvaðst vera með áætlun upp á vasann. ... Ég dró þá áætlun númer tvö upp úr vasanum ... að vísu helmingi dýrari ... Vilhjálmur reisti sig í stólnum og það var kalt tillit sem hann sendi mér, eins og hann vildi segja: Þessarar tækni var nú ekki þörf á mig, þér hefðuð sem best getað lagt fram dýrara planið strax ... það hnussaði í honum, en við áætluninni tók hann ... tók sér nú lengri frest, þrjá daga. Að þeim liðnum var hann ekki einasta búinn að taka ákvörðun, heldur safna nægu hlutafé, búinn að setja öll sín háspennuhjól í gang og hafði mig við hlið sér sem tæknilegan ráðunaut ... og fól mér að annast kaup á vélinni... Daginn eftir, 3. júní, var Flugfélag Akureyrar, síðar Flugfélag íslands, formlega stofnað... Gjaldeyririnn? Hann gerði þá hluti sem hann taldi rétt að gera og stóð eða féll með þeim, lét engan segja sér fyrir verkum, bauð þeim birginn fyrir sunnan, var eiginlega að láta yfirvöld standa frammi fyrir gerðum hlut... knúði síðar fram sam- þykkt Landsbankans á ráðstöfun gjaldeyrisins til flugvélarkaupanna.“ Erlendur Einarsson var einn þeirra ungu manna sem Vilhjálmur Þór þjálfaði og stýrði til stórra verkefna. Hann tók, að tillögu Vilhjálms, við af honum sem forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Vilhjálmur hafði áður falið Erlendi forstöðu fyrir Samvinnutryggingum. Erlendur segir í endurminningum sínum: „Vilhjálmur Þór er eftirminnilegur maður. ... Mér fannst gaman að vinna með honum en hann gat verið nokkuð sérstakur og hann var afspyrnu kröfuharður. ... Vilhjálmur Þór var mikil hamhleypa til vinnu og hann hélt sínum mönnum einnig við efnið. Mér virtist hann reka trippin mjög vel áfram. Hann var ekki afskiptasamur og við fengum að vinna okkar verk í friði. Það er mikill kostur... en hann var ekkert lamb að leika sér við ef maður skilaði ekki góðum árangri. Hann virkaði svolítið fráhrindandi ..., tók lítinn þátt í umræðum um hugmyndafræðileg efni innan Sambandsins. Hann sór sig meira í ætt við þá stjórnendur í viðskiptalífinu sem brotist höfðu til metorða fyrir eigin rammleik. En hann átti sér stóra drauma um víðtæka uppbygg- ingu atvinnulífsins með þátttöku Sambandsins... Vilhjálmur Þór var mjög umdeildur maður og hann var oft hafður að skotspæni í pólitískri umræðu. Sú mynd sem andstæðingar hans reyndu að draga upp af honum, að hann væri harðsvíraður kaupsýslumaður ... var einfald- lega ekki rétt. Vilhjálmur Þór var allt öðruvísi persóna. Hann var mjög
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.