Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 60

Andvari - 01.01.2013, Side 60
58 PÁLL BJARNASON ANDVARI fremur en ávítur. í augum Tómasar er skáldskapurinn öllu æðri, hann er Guðs gjöf sem jafnvel æðstu embættismönnum ber að virða, ekki síst þegar gjöfin er jafnríkuleg og í tilviki Bjarna. En þrátt fyrir stór orð verðskuldar Tómas hrós fyrir glöggskyggni sína á skáldskap Bjarna svo að vitnað sé í orð Sigurðar Nordal: Þegar vér lesum þessi ummæli Tómasar, undrumst vér ekki einungis djörfung hans, sem hann skorti aldrei, heldur miklu fremur skarpskyggni hans, því að jafnvel nánustu vinir hans efuðust oft um smekkvísi hans á skáldskap. [-] Svo sannur var þessi dómur Tómasar um Bjarna, að því leyti sem svo stuttorð og órökstudd umsögn getur verið. Tómas hefur fundið hinn heilaga eld stórfelldrar andagiftar í kvæðum Bjarna, þó að hann þekkti ekki nema fá þeirra og hin beztu væru óort, þegar þetta var ritað.2 Þegar Sigurður nefnir efasemdir nánustu vina Tómasar á hann líklega við það sem Jónas Hallgrímsson skrifaði hjá sér snemma árs 1844, að honum hefði áður fyrr ekki fundist Tómas „sérlegur smekkmaður á skáldskap“ þó að hann hefði síðar skipt um skoðun. Jónas skýrir ekki orð sín nánar.1 Ummæli Tómasar vekja óhákvæmilega spurningar: Rís Bjarni Thorarensen undir því að vera talinn með mesta snilligáfu íslenskra skálda fram að þeim tíma? Er réttmæt sú gagnrýni að Bjarni hafi vanrækt skáldhæfileika sína? Hvað lá eftir Bjarna af skáldskap sem Tómas hafði tök á að þekkja þegar hann samdi bækling sinn? Hvernig var skáldskapur Bjarna þá í samanburði við skáld samtímans? Höfðu orð Tómasar áhrif á ljóðagerð Bjarna eða stöðu hans sem skálds? Voru einhver tengsl milli þeirra sem höfðu áhrif á viðhorf Tómasar? Hér á eftir verður leitað svara við þessum spurningum eftir því sem unnt er. Jón Helgason telur fyrstu árin eftir heimkomu Bjarna, þ.e. eftir 1811, vera „einhver hin daufustu í íslenzkri bókagerð, allar götur síðan prentsmiðja tók til starfa í landinu“ (BThLjóðmæli I:liii-liv). Samkvæmt skrám Landsbókasafns var engin íslensk ljóðabók gefin út eftir höfund á lífi á árunum 1811-1831. Þá eru frá talin fáein sérprentuð tækifæriskvæði, m.a. eftir Finn Magnússon og Ögmund Sigurðsson. Ljóðmæli Stefáns Ólafssonar (d. 1688) komu út árið 1823 og þýðing Jóns Þorlákssonar (d. 1819) á Paradísarmissi 1828. Árið 1819 var endurútgefin í Viðey sálmabók með viðbæti þar sem voru 33 nýir sálm- ar, flestir eftir Hallgrím Jónsson djákna og Magnús Stephensen.4 Ekki hafði Bjarni mikið álit á þeim skáldskap: „Hlálegt er að hlutaðeigendur hér ekk- ert Begreb hafa um skáldskaparins veru og eðli og alls ekki hafa þar í fram gengið með tíðinni...“ (BThBréf 1:157; BThLjóðmæli 11:322. Til hagræðis er stafsetning á textum fyrri tíðar færð nærri nútímahorfi.) Heldur vænkaðist hagur útgáfumála þegar hafin var útgáfa tímarita sem sköpuðu skáldum tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri þó að í tak- mörkuðum mæli væri. Þar voru á ferð Klausturpósturinn sem Magnús Stephen- sen gaf út 1818-1826, íslenzk sagnablöð sem Finnur Magnússon ritstýrði 1816-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.