Andvari - 01.01.2013, Page 60
58
PÁLL BJARNASON
ANDVARI
fremur en ávítur. í augum Tómasar er skáldskapurinn öllu æðri, hann er Guðs
gjöf sem jafnvel æðstu embættismönnum ber að virða, ekki síst þegar gjöfin
er jafnríkuleg og í tilviki Bjarna.
En þrátt fyrir stór orð verðskuldar Tómas hrós fyrir glöggskyggni sína á
skáldskap Bjarna svo að vitnað sé í orð Sigurðar Nordal:
Þegar vér lesum þessi ummæli Tómasar, undrumst vér ekki einungis djörfung hans, sem
hann skorti aldrei, heldur miklu fremur skarpskyggni hans, því að jafnvel nánustu vinir
hans efuðust oft um smekkvísi hans á skáldskap. [-] Svo sannur var þessi dómur
Tómasar um Bjarna, að því leyti sem svo stuttorð og órökstudd umsögn getur verið.
Tómas hefur fundið hinn heilaga eld stórfelldrar andagiftar í kvæðum Bjarna, þó að
hann þekkti ekki nema fá þeirra og hin beztu væru óort, þegar þetta var ritað.2
Þegar Sigurður nefnir efasemdir nánustu vina Tómasar á hann líklega við það
sem Jónas Hallgrímsson skrifaði hjá sér snemma árs 1844, að honum hefði
áður fyrr ekki fundist Tómas „sérlegur smekkmaður á skáldskap“ þó að hann
hefði síðar skipt um skoðun. Jónas skýrir ekki orð sín nánar.1
Ummæli Tómasar vekja óhákvæmilega spurningar: Rís Bjarni Thorarensen
undir því að vera talinn með mesta snilligáfu íslenskra skálda fram að þeim
tíma? Er réttmæt sú gagnrýni að Bjarni hafi vanrækt skáldhæfileika sína?
Hvað lá eftir Bjarna af skáldskap sem Tómas hafði tök á að þekkja þegar hann
samdi bækling sinn? Hvernig var skáldskapur Bjarna þá í samanburði við skáld
samtímans? Höfðu orð Tómasar áhrif á ljóðagerð Bjarna eða stöðu hans sem
skálds? Voru einhver tengsl milli þeirra sem höfðu áhrif á viðhorf Tómasar?
Hér á eftir verður leitað svara við þessum spurningum eftir því sem unnt er.
Jón Helgason telur fyrstu árin eftir heimkomu Bjarna, þ.e. eftir 1811, vera
„einhver hin daufustu í íslenzkri bókagerð, allar götur síðan prentsmiðja tók til
starfa í landinu“ (BThLjóðmæli I:liii-liv). Samkvæmt skrám Landsbókasafns
var engin íslensk ljóðabók gefin út eftir höfund á lífi á árunum 1811-1831.
Þá eru frá talin fáein sérprentuð tækifæriskvæði, m.a. eftir Finn Magnússon
og Ögmund Sigurðsson. Ljóðmæli Stefáns Ólafssonar (d. 1688) komu út árið
1823 og þýðing Jóns Þorlákssonar (d. 1819) á Paradísarmissi 1828. Árið 1819
var endurútgefin í Viðey sálmabók með viðbæti þar sem voru 33 nýir sálm-
ar, flestir eftir Hallgrím Jónsson djákna og Magnús Stephensen.4 Ekki hafði
Bjarni mikið álit á þeim skáldskap: „Hlálegt er að hlutaðeigendur hér ekk-
ert Begreb hafa um skáldskaparins veru og eðli og alls ekki hafa þar í fram
gengið með tíðinni...“ (BThBréf 1:157; BThLjóðmæli 11:322. Til hagræðis er
stafsetning á textum fyrri tíðar færð nærri nútímahorfi.)
Heldur vænkaðist hagur útgáfumála þegar hafin var útgáfa tímarita sem
sköpuðu skáldum tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri þó að í tak-
mörkuðum mæli væri. Þar voru á ferð Klausturpósturinn sem Magnús Stephen-
sen gaf út 1818-1826, íslenzk sagnablöð sem Finnur Magnússon ritstýrði 1816-